Leitað að hönnuðum og arkitektum

02.12.2019 - 10.12.2019

Gerðarsafn leitar að að framúrskarandi hönnuðum og arkitektum sem nýverið hafa útskrifast erlendis fyrir sýninguna Fylgið okkur sem opnar á HönnunarMars 2020. 

 

Sýningin Fylgið okkur teflir fram völdum verkum frá nýjum og upprennandi hönnuðum. Sýningarstjóri er Sara Jónsdóttir. 

Á sýningunni er sjónum beint að hönnuðum, sem nýsprottnir eru fram á sjónarsviðið en eiga það sammerkt að hafa með sínum fyrstu verkum vakið athygli og eftirvæntingu, hver á sínu sviði. Markmiðið er að halda árlega sýningu í Gerðarsafni á HönnunarMars þar sem ljósi er varpað á framúrskarandi verkefni ungra og nýútskrifaða hönnuði og arkitekta.

 

Leitað er eftir ábendingum um og /eða umsóknum frá framúrskarandi íslenskum hönnuðum og arkitektum, sem eiga það sameiginlegt að hafa nýverið lokið námi erlendis

 

 - Verkefnið má vera náms- eða útskriftarverkefni á BA eða MA stigi, eða verkefni sem unnið er að námi loknu. 

 - Hönnuðurinn eða arkitektinn hefur lokið námi 2016 eða síðar.

 - Öll svið hönnunar koma til greina: Arkitektúr, húsgagna- og innahússhönnun, vöru- og iðnhönnun, keramík, fatahönnun, textíll, skartgripahönnun, grafísk hönnun, upplifunarhönnun og landslagsarkitektúr.

 

Ábendingar óskast sendar á tölvupósti á Söru Jónsdóttur sýningarstjóra merkt Fylgið okkur á gerdarsafn@kopavogur.is fyrir 10. desember.

 

Eftirfarandi upplýsingar þurfa að koma fram:

Nafn hönnuðar/arkitekts

Fag

Skóli

Útskriftarár eða staða náms

Hlekkur á vefsíðu

netfang

símanúmer

Lýsing á verkefni/verkefnum

Verðlaun ef við á

Rökstuðningur - Hvað gerir verkefnið framúrskarandi?