Höggmyndagarðurinn Perlufesti var opnaður þann 19. júní 2014 en hann er til minningar um sex upphafskonur íslenskrar höggmyndalistar. Hann er staðsettur í suðvesturhorni Hljómskálagarðsins og er verk Gerðar við göngustíginn sem liggur í austur frá Bjarkargötu. Tilvalið er að ganga um garðinn og virða verkin fyrir sér.
Myndirnar vísa beint í upprunalega starfsemi hússins, flutningafyrirtæki Gunnars Guðmundssonar, sem var kunningi Gerðar og bað hana árið 1971 að lífga upp á húsið sem þá stóð til að reisa. „Hafði Gerður ... náð sér í auglýsingar og bæklinga með myndum af bílavarahlutum og undirvögnum, skoðað formin samhliða húsateikningunni og útkoman orðið lágmyndir á sjö flötum, sem felldar skyldu inn í steypuna. Gunnar varð himinlifandi þótt enginn hefði búist við svo umfangsmikilli lausn. Hann sendi Gerði flugfarmiða. Hún kom heim og skar sjálf bílamótin í frauðplast. Þau voru fest á krossvið og honum komið fyrir í mótunum áður en húsið var steypt.“ Svo segir í ævisögu Gerðar Helgadóttur eftir Elínu Pálmadóttur.
Á meðan mörg listasöfn eru lokuð beinum við sjónum að útilistaverkum. Ef þið eigið leið um Sæbraut eða gangið um hverfið endilega sendið okkur mynd af verkinu í núverandi mynd!
"Á þessum tíma fór mikið orð af Gerði Helgadóttur, listakonu. Hafði hún unnið mikið að mósaíklistaverkum í Þýskalandi og víðar. Afráðið var að hafa fyrst samband við hana áður en ákveðið yrði hvort efnt yrði til samkeppni um verkið. Oft hafði verið rætt um að verkið þyrfti að spegla lífið við höfnina, enda hafði höfnin verið lífæð Reykjavíkur síðan hún var gerð.
...Gerður fékk þann tíma sem hún ákvað sjálf að þyrfti, og þegar hún sneri aftur heim lagði hún nokkrar tillögur fram til umræðu. Allir sem höfðu með byggingarframkvæmd hússins að gera voru strax sammála um að mikið listaverk væri í uppsiglingu hjá Gerði Helgadóttur. Samþykkt var því án tafar að biðja hana um að vinna verkið. Jafnframt var óskað eftir að gera heildarsamning við hana og hið fræga listaverkafyrirtæki í Þýskalandi, Bræðurna Oidtman, en Gerður hafði lengi starfað með þeim að uppsetningu frægra listaverka víða um Evrópu. Samningar tókust og Gerður vann listaverkið undir uppsetningu á verkstæði þeirra bræðra, sem sáu síðan um uppsetningu á Tollhúsið. Allt verkið var einstaklega vel af hendi leyst, bæði af hálfu Gerðar Helgadóttur og Oidtmannbræðra. Hefur það staðist óblíða íslenska veðráttu í áratugi, án þess að láta á sjá, og hefur listakonan hlotið einróma lof fyrir frábært verk, sem mun prýða Reykjavík um ókomin ár."
Gegnumstreymi - Á hringtorgi í Hamraborg í Kópavogi
Bronsskúlptúrinn gerði listakonan fyrir fjölbýlishúsahverfi í Frakklandi. Sú tillaga komst aldrei til framkvæmda en eftir andlát Gerðar létu kvenfélögin í Kópavogi stækka verkið og prýðir það nú hringtorg við Hamraborg, steinsnar frá Gerðarsafni.
Upphaflegi skúlptúrinn sem er 40cm á hæð er í safneign Gerðarsafns.

Síhreyfing - Á hringtorgi við Digranesveg í Kópavogi
Útilistaverk í eigu Kópavogsbæjar

Sigurjón Ólafsson, Allir í leik, 1965
Staðsetning: Rútstún

Sigurður Steinsson, Þróun, 1968
Staðsetning: Huldubrautarsvæði


Magnús Pálsson, Sagan um karlsson, Lítil, Trítil og fuglana, 1986
Staðsetning: Snælandsskóli

Grímur Marínó Steindórsson, Kópur, 1998
Staðsetning: Kópavogstún

Grímur Marínó Steindórsson, Freyjublómið
Staðsetning: Þingmannaleið, á Hringtorgi við Boðaþing

Áslaug K. Aðalsteinsdóttir, Aldamótagarður, 2000
Staðsetning: Kópavogsdalur, í Lækjarnesi, sunnan Digraneskirkju

Teresa Himmer, Sólarslóð, 2019
Staðsetning: Hálsatorg, Hamraborg