För eftir ferð I List án landamæra

Sýning á verkum íslenskra og tékkneskra listamanna sem hófu samstarf í gegnum Barvolam í Prag. Verkin eru innblásin af kynnum þeirra og eru jafnframt sjálfstæð listaverk hvers listamanns og samvinnuverk unnin í Barvolam.

Barvolam er vettvangur fyrir samstarf taugsegin (en. Neurodiverse) listamanna. Listamennirnir vinna stór málverk, textílverk, vídeó og stór samvinnuverk.

Þetta er í fyrsta sinn sem Gerðarsafn tekur þátt í List án landamæra. Sýningin verður opnuð 20. október samhliða sýningaropnunum í Bókasafni Kópavogs og Náttúrufræðistofu.

Tékknesku listamenn sýningarinnar eru: Martin Vála, Dagmar Filípková, Ladislav Svoboda, Marie Kůsová, Marie Kohoutková, Šárka Hojaková & Lukáš Paleček.

Íslensku listamenn sýningarinnar eru: Erlingur Örn Skarphéðinsson, Harpa Rut Elísdóttir, Harpa Líf Ragnarsdóttir, Sigríður Anita Rögnvaldsdóttir, Gígja Garðarsdóttir, Kolbeinn Jón Magnússon & Þórir Gunnarsson.

Sýningarstjóri: Jóhanna Ásgeirsdóttir


Sýningin er unnin í samstarfi við Barvolam og er hluti af verkefninu ART30.2, styrkt af EES.