Garðskálinn

Garðskálinn er fjölskyldurekið bistro á neðri hæð Gerðarsafns. Áhersla er lögð á ferskt hráefni og mat gerðan frá grunni sem gleður augað og magann. 

Hjónin Ægir og Íris eru eigendur Garðskálans. Ægir er yfirkokkur og hefur komið víða við á sínum ferli og m.a. unnið sem yfirkokkur á Hótel Reykjavík Natura, Satt og Flórunni. Íris er hönnuður og sér hún um alla hönnun staðarins auk rekstrar.

Opið er á Garðskálanum á þeim tíma sem safnið er opið, þriðjudaga - sunnudaga kl. 11-17. Lokað á mánudögum.

www.gardskalinn.is
s: 441-7611