Styrkir | Wilhelms Beckmann

01.07.2020 - 10.08.2020

Stofnun Wilhelms Beckmann sem starfar skv. staðfestri skipulagsskrá nr. 790/2013, auglýsir eftir umsóknum um starfslaun/styrk frá ungum listamönnum (yngri en 35 ára) skv. reglum þar að lútandi en þar segir:

Styrki/starfslaun er heimilt að veita myndlistarmanni/mönnum sem starfa að höggmyndalist, tréskurðarlist og annarri mótunarlist (skúlptúr), listteikningu, listskrift, málaralist, listrænni ljósmyndun, grafíklist, þráðlist (textíllist) og leirlist (keramík).

Heildarstyrkfjárhæðin 2.4 milljónir króna jafngildir starfslaunum frá þrem til sex mánaða eftir því hvort einn eða fleiri styrkir eru veittir.

Þriggja manna matsnefnd fer yfir umsóknir og mælir með einum eða fleiri umsækjendum en stjórn Stofnunar Wilhelms Beckmann tekur endanlega ákvörðun um styrkþega.

Styrkþegar fá að kynna verk sín í Gerðarsafni Listasafni Kópavogs eða annars staðar samkvæmt ákvörðun stjórnar Stofnunar Wilhelms Beckmann. Eignar- og höfundarréttur verksins er alfarið hjá höfundi.

Umsóknir með ferilsskrá og greinargóðri lýsingu á verkefni/verki sem umsækjandi hyggst vinna að og hvar/hvenær, skulu berast til formanns matsnefndar, Jónu Hlífar forstöðumanns Gerðarsafns á netfangið jona.hlif@kopavogur.is fyrir kl 12 á hádegi 10. ágúst 2020.

Stofn­un Wil­helms Beckmann var komið á fót af hálfu Kópa­vogs­bæj­ar og af­kom­enda lista­manns­ins árið 2013. Hlut­verk hennar er að varðveita sögu, list­sköp­un og lista­verk Wilhelms Beckmann og kynna þau og sýna al­menn­ingi á Íslandi og er­lend­is. 

Wil­helm Beckmann var fjöl­hæf­ur listamaður og skar út í tré, hjó í stein, málaði mynd­ir og gerði skart­gripi. Hann fædd­ist í Ham­borg í Þýskalandi árið 1909 þar sem hann ólst upp og lærði út­skurð og mynd­höggv­aralist. Hann flutt­ist til Íslands árið 1935 og kvænt­ist Val­dísi Ein­ars­dótt­ur fimm árum síðar. Þeim varð tveggja barna auðið og bjuggu þau lengi í Kópa­vogi. Hann gaf Kópa­vogs­kirkju fyrstu alt­ar­is­töflu kirkj­unn­ar árið 1954. Wil­helm lést eft­ir löng veik­indi árið 1965.

Úthlutunarreglur

Leiðbeiningar fyrir umsækjendur