Open today

12:00-18:00

Barbara Árnason

Brjóstmylkingur

1939
Material Collection property
Size  12,5 x 12,5 cm

Verkið Brjóstmylkingur/ Child at my Breast eftir Barböru er unnið með tækni sem nefnist tréstunga og er verkið 12,5 x 12,5 cm að stærð.

Tréstungan eða xylografían er unnin í endavið. Eitt af því sem gerir tréstungur vandasamt listform er að aðeins er hægt að teikna útlínur verksins í viðinn en annað þarf að móta jafnóðum með hnífi. Það er því lítið svigrúm fyrir mistök. Árið 2011 var opnuð yfirlitssýning á verkum Barböru í Gerðarsafni og voru hinar nákvæmu tréstungur hennar þar meðal annars til sýnis.

Hún kom fyrst til Íslands árið 1936, en hún fæddist í Suður-Englandi. Barbara bjó í Reykjavík fyrstu árin eftir komuna til Íslands með eiginmanni sínum og listamanninum Magnúsi Á. Árnasyni, en þau fluttust síðan í Kópavoginn árið 1959. Barbara var mikill brautryðjandi í þrykklist hér á landi og má segja að hún hafi átt stóran þátt í að leggja grunn að íslenskri svartlist. Hún fór ávallt sínar eigin leiðir og aðhylltist ekki ákveðna listastefnu. Á sumrin fór Barbara í ferðalög um landið í leit að innblæstri fyrir myndefni. Óhætt er að segja að það er Gerðarsafni mikils virði að eiga jafn stóran hluta af verkum Barböru og raun ber vitni.

Bragi Ásgeirsson skrifaði eftirfarandi um Barböru í Morgunblaðinu árið 1976: „Yfirburðir hennar eru hinar mannlegu æðar sem streyma frá myndum hennar, hlýtt og gróið hjarta og það er einmitt það sem gefur allri mikilli list gildi. Myndir hennar eru bornar uppi af mjög sérstæðri og áhugaverðri tækni, sem mætti verða hinum yngri og framsæknu félögum hennar nokkur lærdómur.”

GDPR Cookie Consent with Real Cookie Banner