Open today

12:00-18:00

Eiríkur Smith

Kvöld í Kópavogi

1963
Material Collection property

Eiríkur Smith (1925 – 2016) var við nám í Myndlista-og handíðaskólann árin 1946-48 og einnig við einkaskóla í Kaupmannahöfn. Þaðan lá leiðin til Parísar í Aca­démie de la grande chaumière. Árið 1958 útskrifaðist Eiríkur frá Iðnskólanum í Hafnarfirði.

Þetta abstrakt verk frá árinu 1963 eftir Eirík nefnist Kvöld í Kópavogi. Verkið er málað á striga. Eiríkur tjáði sig á frjálslegan hátt í myndlistinni og hefur hann gjarnan verið kenndur við abstrakt expressjónisma þar sem tilfinningar, litir og form spila saman. Það mætti greina það svo að verkið Kvöld í Kópavogi sé í þeim stíl. Eiríkur var mjög sterkur í strangflatarlistinni á sínum tíma en kvaddi hana árið 1957 þó að hún hafi óneitanlega gefið honum ákveðinn grunn sem nýttist honum í frekari listsköpun. „Geómetrían veitti mér formlegt aðhald og vönduð vinnubrögð, að hvoru tveggja hef ég búið síðan” (Eiríkur Smith, 1982).

Eiríkur hefur haldið margar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum hér á landi og erlendis. Einkasýningar Eiríks hafa m.a. verið á Kjarvalsstöðum, Hafnarborg og á Listasafni ASÍ. Árið 2005 var Eiríkur sæmdur riddarakrossi Fálkaorðunnar. Hafnarborg, listasafn Hafnarfjarðar fékk stóran hluta af verkum Eiríks í gjöf árið 1990. Sjálfur er Eiríkur alinn upp í Hafnarfirði og var valinn bæjarlistamaður þar árið 2008.

GDPR Cookie Consent with Real Cookie Banner