Open today

12:00-18:00

Jóhannes S. Kjarval

Leikdans

1917
Material Collection property
Size  57 x 66 cm

Við þekkjum Kjarval fyrir sínar stórbrotnu landslagsmyndir, mannamyndir og fantasíur en hann var einnig rithöfundur og var sískrifandi. 

Verkið „Leikdans” málaði Kjarval með olíu á striga og er það 57 x 66 cm að stærð. Í verkinu er að sjá ballettdansmær og snýr hún baki í áhorfendann. Stórt fjaðrapilsið og sérstök líkamsstaða dansarans fangar athygli áhorfendans. Hún virðir fyrir sér á spegilmynd sína áhyggjufull á svip. 

Jóhannes S. Kjarval fæddist árið 1885 í Efri-Ey í Meðallandi í Skaftafellssýslu. Hann lést árið 1972, þá áttatíu og sjö ára gamall. Hann flutti til Reykjavíkur 17 ára gamall og var þá byrjaður að fást við myndlistina. Þegar hann flutti til Reykjavíkur fékk hann tilsögn í myndlist frá Þórarni B. Þorlákssyni og Ásgrími Jónssyni m.a. Kjarval stundaði nám í Kaupmannahöfn og hélt þar margar einkasýningar. Árið 1973 opnuðu Kjarvalsstaðir og hafa verið reglulega sýningar á verkum Kjarvals frá opnun. 

Öll helstu söfn á Íslandi eiga verk eftir Kjarval og eru verk hans einnig í eigu safna í Kaupmannahöfn og New York t.d. Ótal margar bækur hafa verið skrifaðar um Kjarval enda einn ástsælasti listamaður þjóðarinnar. 

„Kjarval þurfti ekki á hrósi að halda fyrir myndlist en hann vildi vera viðurkennt ljóðskáld” sagði Matthías Johannessen um Kjarval.

GDPR Cookie Consent with Real Cookie Banner