Open today

12:00-18:00

Bragi Ásgeirsson

Nafnlaust verk

1984
Material Collection property
Size  69 x 48

Bragi Ásgeirsson stundaði listnám víða, á Íslandi, í Kaupmannahöfn, Osló, München, Róm og Flórens. Hann var einn af stærri nöfnum hér á landi og hefur listsköpun hans haldist á lofti eftir fráfall hans árið 2016.

Ásamt því að vera myndlistarmaður var Bragi einnig listrýnir, myndlistarkennari og greinahöfundur. Hann var brautryðjandi í grafíkkennslu hér á landi. 17.júní árið 2001 fékk Bragi fálkaorðuna fyrir framlag sitt til íslenskrar menningar. Bragi var afar fjölhæfur listamaður, hann málaði abstrakt til þess að byrja með, fór svo yfir í grafíkina og prufaði síðar fleiri stíla. Listamenn eins og Modigliani, Picasso og Matisse höfðu sterk áhrif á listsköpun Braga.

Verkið sem um ræðir er frá árinu 1984 og sýnir það sviplaust andlit og efri hluta líkama kvenmanns. Manneskjan er brúnaþung og virðist vera andlega fjarverandi. Utanaðkomandi hendur halda utan um brjóst hennar, mögulega án hennar vilja. Kvenlíkaminn er viðfangsefni sem Bragi fékkst mikið við í list sinni.

“Konan er alltént þyngdarpunkturinn í tilverunni. Lífið heldur áfram í líkama hennar” sagði Bragi í viðtali við Morgunblaðið árið 2013.

GDPR Cookie Consent with Real Cookie Banner