Open today

12:00-18:00

Katrín Elvarsdóttir

Þrjú verk úr myndröðinni Horfið sumar/ Vanished Summer

2013
Material Collection property

Ljósmyndaverkin þrjú sem eru í eigu safnsins eru nefnd Horfið Sumar 3, Horfið Sumar 32 og Horfið Sumar 7. Í þessari ljósmyndaröð skoðar Katrín tengsl mannsins við náttúruna og umhverfið. Bæði verkin af tjörnunum eru 49 x 74 cm að stærð og verkið af læknum og trjágróðrinum er 64 x 42 cm. Ljósmyndabókin Vanished Summer var gefin út árið 2013 samhliða sýningunni Vanished Summer sem Katrín var með í listasafni ASÍ.

„Myndaröðin Vanished-Summer er innblásin af textum Gyrðis Elíassonar um einsemd og einangrun sem dansa á línunni milli hins röklega og hins fantasíska og kanna tengsl mannsins við umhverfi sitt. Þannig kallast verk Katrínar á við hugarheim Gyrðis og líkt og í verkum hans er umfjöllunarefnið samspil manns og náttúru. Bókin hefur að geyma ljósmyndir af hjólhýsum að sumri og vetri, óræðar náttúrumyndir og myndir teknar í mannlausum húsum þar sem manngert umhverfi skapar umgjörð utan um ímyndunarafl áhorfandans” skrifar Harpa Árnadóttir.

Katrín Elvarsdóttir stundaði nám í Brevard Community College og síðar í Art Institute of Boston sem hún kláraði árið 1993. Hún hefur tekið þátt í mörgum samsýningum og haldið margar einkasýningar t.d. í Berg Contemporary, Hafnarborg og á Listasafni Reykjavíkur. Árið 2016 var Katrín með einkasýningu á Gerðarsafni og nefndist hún Margföld hamingja/Double Happiness. Þar sýndi hún ljósmyndaverk sem hún vann í Kína árin 2010-2014. Ásamt því að vera myndlistarmaður hefur Katrín einnig sinnt sýningarstjórnun og kennt ljósmyndun. Katrín Elvarsdóttir situr í ráðgjafanefnd Gerðarsafns ásamt fleirum.

GDPR Cookie Consent with Real Cookie Banner