Open today

12:00-18:00

Hringur Jóhannesson

Við spegilinn

1970
Material Collection property
Size  100 x 80,5 cm

Verkið „Við spegilinn” er málað með olíu á striga. Þrívíddin í verkinu er eitthvað sem grípur auga áhorfandanns fljótt. Það má skynja ákveðna spennu í verkinu þar maðurinn virðist ætla lyfta speglinum. Spegilmyndin er svo fyrir hvern og einn að túlka.

Hringur sótti mikinn innblástur fyrir verk sín frá Aðaldal en þar fæddist listamaðurinn.

Hann gerði aðallega olíumálverk, teikingar, olíupastelmyndir og verk unnin með litkrít. Listsköpun Hrings var frumleg og oft vann hann með andstæður í verkum sínum eins og t.d. gamalt dekk á tærri tjörn.

Hringur Jóhannesson var oft talinn einn helsti fulltrúi ljóðræns nýraunsæis á 7. og 8. áratugnum.

Hringur Jóhannesson fæddist árið 1936 og lést 1996.

Hann útskrifaðist úr Mynd- og handíðaskólanum árið 1952 og varð hann svo síðar kennari við skólann og einnig kenndi hann við Myndlistaskóla Reykjavíkur. Hringur myndskreytti barnabækur, vann við auglýsingagerð og hannaði einkennis og minnispeninga svo eitthvað sé nefnt.

Hann tók þátt í ótal mörgum samsýningum hér á landi og einnig erlendis ásamt því að halda margar einkasýningar.

GDPR Cookie Consent with Real Cookie Banner