Opið í dag

12:00-18:00

Fjölskyldustund

Eiga seiðkarlar og galdrakonur eitthvað sameiginlegt með nútíma vísindamönnum? Fjölskyldum er boðið að gera tilraunir og kynnast alvöru göldrum! Viðburðurinn fer fram í Geislahvelfingunni á útisvæði Menningarhúsanna.

Opnun | Skýjaborg

Verið velkomin á sýningaropnun! Skýjaborg verður opnuð í Gerðarsafni laugardaginn 6. mars kl. 17.

Útlína | Opnunarviðburður

Velkomin á opnunarviðburð sýningarinnar Útlína með verkum, skissum og rannsóknarefni tíu nútíma- og samtímalistamanna úr safneign Gerðarsafns. Sýningarstjórarnir Brynja Sveinsdóttir og Hrafnhildur Gissurardóttir bjóða gestum í spjall um sýninguna og verður teiknileikur í boði fyrir yngstu gestina, sem listamaðurinn Edda Mac mun leiða. Opnunarviðburðurinn er gestum að kostnaðarlausu og léttar veitingar í boði. Útlína er […]

Fjölskyldustund | Kviksjá

Í tengslum við Sýninguna Ó, hve hljótt verður kviksjá viðfangsefni fjölskyldustundarinnar í Gerðarsafni sem Hrund Atladóttir mun leiða. Kviksjá eða kaleidóskóp er rörlaga leikfang sem er alsett speglum að innanverðu sem endurspegla litlar skrautflygsur á borð við glerbúta, perlur eða speglabrot sem komið hafa verið fyrir í rörinu. Þegar horft er í kviksjána má sjá […]

Sunnudagsleiðsögn með safnstjóra | Gerður | Yfirlit

Sunnudaginn 19. ágúst kl. 15 verður haldin leiðsögn um sýninguna Gerður: Yfirlit. Kristín Dagmar Jóhannesdóttir, safnstjóri Gerðarsafns, mun leiða gesti í gegnum sýninguna sem tekur breytingum síðar í mánuðinum.

Ókeypis tónleikar I Strengjasveit tónskóla Sigursveins

Ókeypis tónleikar með Strengjasveit Tónskóla Sigursveins í Gerðarsafni. Strengjasveitin er skipuð 26 nemendum á framhaldsstigi en stjórnandi hennar er Helga Þórarinsdóttir. Strengjasveitin er á leið í tónleika- og æfingaferð til Fíladelfíu þar sem sveitin er í samstarfi við YCO, Youth Chamber Orchestra. Tónleikarnir fara fram á sýningunni Fullt af litlu fólki sem nú stendur yfir í Gerðarsafni, ókeypis […]

Gjörningastund

Gjörningastund fyrir alla aldurshópa í Gerðarsafni. Myndlistarmennirnir Una Margrét Árnadóttir og Örn Alexander Ámundason skoða gjörningaformið í gegnum tilraunir tengdar verkum á sýningunni Líkamleiki þar sem kex og nuddbekkur koma við sögu. Gjörningastundin markar síðustu helgi sýningarinnar Líkamleika, sem er hugleiðing um líkamann eins og hann birtist í samtímalist. Á sýningunni eru valin verk eftir átján listamenn sem […]

Menning á miðvikudögum | Gjörningur um skírdreymi

Miðvikudaginn 2. maí kl. 12:15 verður fluttur gjörningurinn Embassy of Lucid Dreaming eftir Mariu-Magdalenu Ianchis, meistaranema í myndlist. Í gjörningnum birtist óræður heimur skírdreymis þar sem sá sofandi er meðvitaður um að hann dreymi og getur breytt framvindu drauma sinna. Gjörningurinn fer fram á ensku og er þátttaka gestum að kostnaðarlausu.

Mósaík teppasmiðja | Fjölskyldustund

Myndlistarkonan Þórdís Erla Zoëga verður með mósaík – teppasmiðju á neðri hæð Gerðarsafns á karnivali í upphafi hausts í öllum Menningarhúsunum í Kópavogi. Þar gefst gestum færi á að læra um aðferðir við mynstur gerð, hvernig maður býr til reglur og notar endurtekningar á sama tíma og sköpunarkrafturinn fær að leika lausum hala. Byrjað verður […]

GDPR Cookie Consent with Real Cookie Banner