Opið í dag

12:00-18:00
Fræðsla

Stúdíó Gerðar er opið fræðslurými þar sem börnum, fjölskyldum og öðrum gestum gefst færi á að njóta samverustunda, fræðast og skapa saman.

Í Stúdíói Gerðar eru haldnar fjölbreyttar smiðjur í tengslum við sýningar safnsins og sem hluti af fjölskyldustundum Menningarhúsanna í Kópavogi. Þar er einnig tekið á móti skólahópum í tengslum við leiðsagnir og boðið upp á styttri smiðjur sem miða að aldri og getu hvers hóps fyrir sig.

Fræðslurýmið Stúdíó Gerðar er skreytt með klippimyndum eftir 3-5 ára krakka úr leikskólanum Marbakka. Unnu þau klippimyndir í samtali við verk Gerðar Helgadóttur. Rýmið er hannað af Arnari Frey Guðmundssyni og Friðriki Steini Friðrikssyni í samtali við grunnsýningu á verkum Gerðar Helgadóttur sem er við hlið fræðslurýmisins. Endurhönnun fræðslurýmisins er styrkt af Öndvegisstyrk Safnasjóðs.

Frítt er fyrir börn á safnið og hafa margir foreldrar nýtt sér árskort Gerðarsafns til að koma reglulega í heimsókn og njóta þess skemmtilega fræðslustarfs sem boðið er uppá. Árskort á safnið kostar 2800 kr.

GDPR Cookie Consent with Real Cookie Banner