Hertar aðgerðir vegna COVID-19

Opið í Gerðarsafni

Gerðarsafn er opið og starfar í samræmi við núverandi samkomutakmarkanir. Fjöldatakmarkanir miðast nú við tíu manns í hverju hólfi, grímuskyldu og tveggja metra fjarlægðartakmörk.

Reykjavík Roasters í Gerðarsafni

Nýtt kaffihús opnar í vor

Kaffihúsið Reykjavík Roasters verður opnað á næstunni í Gerðarsafni. Tilkynnt verður um opnunina á heimasíðu safnsins og samfélagsmiðlum, en stefnt er að opnun í mars.

Reykjavík Roasters rekur þrjú kaffihús í Reykjavík. Staðirnir eru rómaðir fyrir gott kaffi og meðlæti sem verður á boðstólum í Gerðarsafni. Á kaffihúsi safnsins verður þó meira úrval af mat í hádeginu en á öðrum stöðum sem reknir eru undir merkjum Reykjavík Roasters.