Stúdíó Gerðar er opið fræðslurými þar sem gestum gefst færi á að njóta samverustunda, fræðast og skapa saman.
Gerðarsafn kallar eftir umsóknum myndlistarmanna til þátttöku í samsýningunni SKÚLPTÚR / SKÚLPTÚR haustið 2023.SKÚLPTÚR / SKÚLPTÚR er sýningaröð sem haldin verður í fimmta sinn í Gerðarsafni en sett verður upp samsýning á verkum samtímalistamanna 30. september - 30. desember 2023.Umsóknarfrestur er til miðnættis mánudaginn 15. ágúst 2022.
Komd’inn er ný viðburðadagskrá í Gerðarsafni. Sýningarstjórar verkefnisins eru Helena Aðalsteinsdóttir og Þórhildur Tinna Sigurðardóttir ásamt Nermine El Ansari og Wiola Ujazdowska. Leitast er við að bjóða nýjar raddir velkomnar inn á safnið og móta viðburðadagskrá sem höfðar til fjölbreyttra hópa á þeirra eigin forsendum. Ef þú hefur áhuga á að vera partur að ráðgjafahópi safnins, sendu okkur tölvupóst á gerdarsafn@kopavogur.is með efnislínunni: Komd’inn: Ráðgjafi."
Reykjavík Roasters tekur á móti gestum í dýrindis kaffibolla og kruðerí, alla daga milli 10 og 17. Rýmið er bjart og hlýlegt í garðskála safnsins með fallegu útisvæði til suðurs. Reykjavík Roasters rekur alls fjögur kaffihús og er þekkt fyrir framúrskarandi kaffi, ristað af alúð hér á landi.