Nýtt - smiðjukassar

Velkomin í Stúdíó Gerðar

Í Stúdíó Gerðar má njóta skapandi samverustunda.

Nú bjóðum við upp á smiðjukassa til afnota á meðan safnheimsókn stendur og fylgir hann frítt með hverjum greiddum aðgangi.

Þrír mismunandi kassar eru í boði með mismunandi efnivið til listsköpunar. Allt efni er sótthreinsað eftir notkun.

Kaffihús í Gerðarsafni

Reykjavík Roasters opið

Kaffihúsið Reykjavík Roasters hefur nú opnað á neðri hæð safnsins.

Reykjavík Roasters rekur þrjú kaffihús í Reykjavík. Staðirnir eru rómaðir fyrir gott kaffi og meðlæti sem gestir geta nú notið í Gerðarsafni.

Reykjavík Roasters er opið alla daga á opnunartíma safnsins.