Samkomubann

Gerðarsafn lokað

Lokun Gerðarsafns heldur áfram samkvæmt fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda um samkomubann og gildir lokunin til og með 12. apríl næstkomandi nema annað sé gefið út.

Við hvetjum fólk til að fylgjast með Kúltúr klukkan 13, fjölbreyttri dagskrá Menningarhúsanna í Kópavogi, sem streymt er beint heim í stofu á meðan samkomubann stendur yfir.

Þar sem símsvörun gæti verið stopul á meðan á lokun stendur bendum við fólki á að senda fyrirspurnir með tölvupósti á gerdarsafn@kopavogur.is.

Stúdíó Gerðar

Í fræðslurými Gerðarsafns gefst börnum og fullorðnum færi á að njóta samverustunda og skapa saman. Bláu kubbarnir, auk fleiri spennandi leikfanga, eru til taks alla vikuna. Einnig er alltaf í boði að teikna, lita og gera klippimyndir. Um helgar er boðið upp á vatnsliti, leir og fleira spennandi til að virkja sköpunargleðina enn frekar.
Frítt er fyrir börn á safnið og hafa margir foreldrar nýtt sér árskort Gerðarsafns til að koma reglulega í heimsókn og njóta þess skemmtilega fræðslustarfs sem boðið er uppá.