Fræðslurýmið opið

Velkomin í Stúdíó Gerðar

Það gleður okkur að tilkynna að fræðslurými Gerðarsafns, Stúdíó Gerðar, hefur opnað að nýju og hinir vinsælu bláu kubbar eru komnir á sinn stað.

Í Stúdíó Gerðar gefst börnum og fullorðnum færi á að njóta samverustunda og skapa saman.
Frítt er fyrir börn á safnið og hafa margir foreldrar nýtt sér árskort Gerðarsafns til að koma reglulega í heimsókn og njóta þess skemmtilega fræðslustarfs sem boðið er uppá.

Reykjavík Roasters í Gerðarsafni

Nýtt kaffihús opnar í vor

Kaffihúsið Reykjavík Roasters verður opnað á næstunni í Gerðarsafni. Tilkynnt verður um opnunina á heimasíðu safnsins og samfélagsmiðlum, en stefnt er að opnun í vor.

Reykjavík Roasters rekur þrjú kaffihús í Reykjavík. Staðirnir eru rómaðir fyrir gott kaffi og meðlæti sem verður á boðstólum í Gerðarsafni. Á kaffihúsi safnsins verður þó meira úrval af mat í hádeginu en á öðrum stöðum sem reknir eru undir merkjum Reykjavík Roasters.