Sýningaskipti

SÝNINGARSALIR Á EFRI HÆÐ LOKAÐIR

Vegna sýningaskipta eru sýningarsalir á efri hæð Gerðarsafns lokaðir sem stendur. Safnbúðin og fræðslurýmið Stúdíó Gerðar er opið alla daga frá kl. 10-17.

Verið öll hjartanlega velkomin á sýninguna Skýjaborg sem opnar 6. mars kl. 10.

Fræðslurýmið opið

Velkomin í Stúdíó Gerðar

Það gleður okkur að tilkynna að fræðslurými Gerðarsafns, Stúdíó Gerðar, hefur opnað að nýju og hinir vinsælu bláu kubbar eru komnir á sinn stað.

Í Stúdíó Gerðar gefst börnum og fullorðnum færi á að njóta samverustunda og skapa saman.
Frítt er fyrir börn á safnið og hafa margir foreldrar nýtt sér árskort Gerðarsafns til að koma reglulega í heimsókn og njóta þess skemmtilega fræðslustarfs sem boðið er uppá.

Reykjavík Roasters í Gerðarsafni

Nýtt kaffihús opnar í vor

Kaffihúsið Reykjavík Roasters verður opnað á næstunni í Gerðarsafni. Tilkynnt verður um opnunina á heimasíðu safnsins og samfélagsmiðlum, en stefnt er að opnun í mars.

Reykjavík Roasters rekur þrjú kaffihús í Reykjavík. Staðirnir eru rómaðir fyrir gott kaffi og meðlæti sem verður á boðstólum í Gerðarsafni. Á kaffihúsi safnsins verður þó meira úrval af mat í hádeginu en á öðrum stöðum sem reknir eru undir merkjum Reykjavík Roasters.

Gerðarverðlaunin 2020

Gerðarsafn stendur að nýjum myndlistarverðlaunum til stuðnings við höggmyndalist hérlendis. Verðlaunin eru til heiðurs Gerði Helgadóttur myndhöggvara og eru veitt árlega framúrskarandi myndlistarmanni sem vinnur í skúlptúr og rýmisverk.
Gerður Helgadóttir (1928-1975) tók fyrst íslenskra kvenna forystu í höggmyndalist og var brautryðjandi í þrívíðri abstraktlist hérlendis. Sköpunarkraftur og tilraunastarfsemi Gerðar er leiðarstefið í starfi Gerðarsafns þar sem verk hennar og arfleifð eru virkjuð í samtali við samtímalist og hugðarefni samtímans.
Verðlaunin voru veitt í fyrsta sinn 17. desember 2020.