Veitingastaðurinn Krónikan er á neðri hæð safnsins og er hægt að ganga beint inn á staðinn á neðri hæðinni.
Krónikan sérhæfir sig í steinbökuðum súrdeigspizzum og býður upp á einstakt úrval af léttvíni. Einnig eru á boðstólnum ljúfengar heimabakaðar kökur og kaffi.
Staðurinn er rekinn af systkinunum Sigrúnu Skaftadóttur og Braga Skaftasyni en þau hafa bæði mikla reynslu í veitingageiranum.
Krónikan er opin 11:30 – 18:00 sunnudaga til miðvikudaga og 11:30 – 21:00 fimmtudaga til laugardaga.