Opið í dag

12:00-18:00

Sumardraumar á sautjándanum

Draumkennd tónlist, draumafangarasmiðja og ævintýraþrautin Draumaslóð er á meðal þess sem boðið verður upp á 17. júní þegar Menningarhúsin í Kópavogi, ásamt listafólki á vegum Skapandi sumarstarfa í Kópavogi, taka saman höndum um metnaðarfulla og fjölbreytta dagskrá fyrir alla aldurshópa undir yfirskriftinni Sumardraumar á sautjándanum.

Cycle | gjörningar og sýningarstjóraspjall

Í tilefni listahátíðarinnar Cycle fer fram gjörningur og sýningarstjóraspjall laugardaginn 27.október í Gerðarsafni. Auk þess mun gjörningar og opnun eiga sér stað í Kópavogslaug, Bókasafni Kópavogs og Midpunkt, Hamraborg 22, sama dag.

Kvöldopnun | Alltumlykjandi

Fimmtudagskvöldið 3. september býður Gerðarsafn upp á lengdan opnunartíma eða til kl. 21.00 í tilefni af útskriftarsýningu nemenda í hönnun og arkitektúr. Á sýningunni Fjörutíu skynfæri má sjá verk eftir nemendur sem útskrifuðust úr hönnun og arkitektúr frá Listaháskóla Íslands í júní 2020.  Á neðri hæð safnsins mun Alltumlykjandi framlag nemenda í fatahönnun opna fyrir almenning fimmtudaginn 3. […]

Safnanótt á Vetrarhátíð

Lögð verður áhersla á að bjóða upp á óhefðbundna viðburði þetta kvöld og veita gestum nýja sýn á söfnin. Frítt er inn á söfnin og einnig í sérstakan Safnanæturstrætó sem gengur á milli safnanna. Dagskráin í Gerðarsafni:  18:00 – 21:00 Kvik strik teiknileikur Edda Mac, listakona og samstarfsaðili Gerðarsafns við gerð bókarinnar Kvik strik, kynnir […]

Útilistaverk I Menning á miðvikudögum

Jón Proppé listfræðingur gengur um nágrenni Menningarhúsanna og dregur fram áhrifin sem framandi menningarheimar höfðu á listsköpun Gerðar Helgadóttur. Gangan hefst í Gerðarsafni.

Líkam-leikur

Saga Sigurðardóttir, dansari og danshöfundur, leiðir smiðjuna þar sem verður lögð áhersla á hreyfingu og möguleika líkamans. Myndir, litir, tilfinningar og hljóð í verkum á sýningunni Líkamleiki verða notuð sem innblástur og verða gerðar tilraunir til að breyta líkamanum í skúlptúr. Smiðjan er ætluð grunnskólakrökkum á öllum aldri og er þátttaka gestum að kostnaðarlausu. Krökkum og fullorðnum fylgifiskum […]

GDPR Cookie Consent with Real Cookie Banner