Farfugl | Wędrowniczek | Fjölskyldustundir á laugardögum

Útilistaverk I Menning á miðvikudögum

Jón Proppé listfræðingur gengur um nágrenni Menningarhúsanna og dregur fram áhrifin sem framandi menningarheimar höfðu á listsköpun Gerðar Helgadóttur. Gangan hefst í Gerðarsafni.
Líkam-leikur

Saga Sigurðardóttir, dansari og danshöfundur, leiðir smiðjuna þar sem verður lögð áhersla á hreyfingu og möguleika líkamans. Myndir, litir, tilfinningar og hljóð í verkum á sýningunni Líkamleiki verða notuð sem innblástur og verða gerðar tilraunir til að breyta líkamanum í skúlptúr. Smiðjan er ætluð grunnskólakrökkum á öllum aldri og er þátttaka gestum að kostnaðarlausu. Krökkum og fullorðnum fylgifiskum […]
Fjölskyldustund | Ratleikur

Fjölskyldustund í Menningarhúsunum í Kópavogi 15/6 kl. 13 – 15
Alsjáandi | Vetrarhátíð í Kópavogi

Alsjáandi – ósamþykktar skissur að altaristöflu er sýning á tillögum Gerðar Helgadóttur að altaristöflu í Kópavogskirkju. Tillögurnar vann Gerður árið 1971 en samkomulag náðist ekki um innihald þeirra og urðu þær því ekki að veruleika. Á sýningunni gefst gestum færi á að skoða skissurnar í því samhengi sem þær voru hugsaðar, inni í kirkjunni ásamt […]
Fjölskyldustund | Spíralar og mynstur

Fjölskyldustund með myndlistarmanninum Doddu Maggý með áherslu á spírala og mynstur í tengslum við sýninguna Ó, hve hljótt þar sem hún sýnir verk sitt Curlicue (spectra). Tilraunir verða gerðar með samsetningu pappírs, lita og mynstra og hentar smiðjan breiðum aldurshóp. Listakonan nýtir skjávarpa og vídeóvél og varpar vídeói af spírölum sem hafðir eru til fyrirmyndar.
Gjörningur og spjall | SKÚLPTÚR/SKÚLPTÚR

Sunnudaginn 9. september kl. 15:00-16:00 fer fram listamannaspjall með Styrmi Erni Guðmundssyni. Ásamt því að ræða um verk sín mun hann fremja Líffæraflutning.
Menning á miðvikudögum | Barbara og barnabækur

Hádegisleiðsögn um verk Barböru Árnason í Gerðarsafni og sýninguna Áhrifavaldar æskunnar – íslenskar barnabækur fyrr og nú á Bókasafni Kópavogs. Sýningarnar eru liður í viðburðaröðinni Barnabókin í 100 ár sem verður á aðalsafni Bókasafns Kópavogs í febrúar. Leiðsögnin hefst á neðri hæð Gerðarsafns þar sem skoðaðar verða teikningar, tréristur og koparstungur Barböru. Valdar barnabækur með bókaskreytingum […]
Leiðsögn um glugga Gerðar Helgadóttur | Menning á miðvikudögum

Leiðsögn með séra Sigurði Arnarsyni sóknarpresti sem segir frá steindum gluggum Gerðar Helgadóttur í Kópavogskirkju. Sr. Sigurður veitir innsýn í nýjar framkvæmdir sem áttu sér stað á gluggum á suðurhlið kirkjunnar en hluti glugganna voru teknir niður og sendir til viðgerða til Oidtmann bræðra í Þýskalandi, sem er sama glerverkstæði og Gerður vann með í […]
Fjölskyldustund I Útskrifatarnemar LHÍ með smiðjur og fyrirlestra

ÚTSKRIFTARVIÐBURÐUR LISTKENNSLUDEILDAR LHÍ
Sumarbræðingur I 13. ágúst

Fimmtudaginn 13. ágúst verður síðasti Sumarbræðingur Menningarhúsanna í Gerðarsafni. Safnið verður opið lengur eða til kl. 21:00 samhliða tónleikaröðinni Sumarjazz sem fer fram í Salnum. Veitingastaðurinn Pure Deli er lokaður vegna samkomutakmarkanna, en boðið verður upp á frítt kaffi og vatn. Í Stúdíói Gerðar, fræðslurými Gerðarsafns, verða dregnir fram vatnslitir og safngestum gefið færi á að […]
Bachelsi

Ingibjörg Ásta Guðmundsdóttir og Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir mynda saman tvíeykið Bachelsi, en í sumar taka þær fyrir tónverk J. S. Bach og nálgast þau á nýjan hátt. Verkefnið er hluti af Skapandi sumarstörfum á vegum Kópavogsbæjar.