Opið í dag

12:00-18:00

Fjölskyldustund | Danssmiðja

Saga Sigurðardóttir, dansari og danshöfundur, leiðir danssmiðju þar sem listakrákan Iða verður höfð til fyrirmyndar. Listakrákan Iða skoðar myndlist út frá hreyfingu í listaverkum en saman munu Saga og þátttakendur kanna þessar aðferðir Iðu. Þá mun Saga kenna leiðir til þess að tjá upplifun í gegnum líkamann og hvernig hreyfing, dans og dansspuni geta orðið […]

Lokahátíð Skapandi sumarstarfa

Á lokahátíð Skapandi sumarstarfa munu sjö verk verða sýnd á Gerðarsafni. Verkin munu nýta hljómburð safnsins til þess að skapa einstaka stemmingu og mun dagskráin taka um tvo klukkutíma. Frá 17:30 til 19:30 gefst gestum færi á að ferðast um safnið og fylgjast með verkunum bæði á neðri og efri hæð.

Listamannaspjall | Afrit

Listamennirnir Claudia Hausfeld og Pétur Thomsen, ásamt sýningarstjóranum Brynju Sveinsdóttur, leiða gesti um sýninguna Afrit, sunnudaginn 8. mars kl.15.

Águstkvöld / Pod koniec sierpnia / August evening

Ágústkvöld er pólsk–íslensk tónlistar- og myndlistahátíð sem sér stað í Gerðarsafni, Midpunkt og Catalinu ásamt fleiri vel völdum stöðum við Hamraborg í Kópavogi. Tólf listamenn frá Póllandi og Íslandi taka þátt og vísar nafn sýningarinnar í titil íslenska dægurlagsins Ágústkvöld og pólska dægur lagsins Pod koniec sierpnia sem þýðir: ,,Hittumst í ágústlok“.

Menning á miðvikudögum | Kópavogskirkja

Miðvikudaginn 15. ágúst kl. 12:15 verður boðin hádegisleiðsögn um Kópavogskirkju með sr. Sigurði Arnarsyni sóknarpresti. Mun hann fræða gesti um steinda glugga Gerðar Helgadóttur sem prýða Kópavogskirkju ásamt því að gefa innsýn í framkvæmdir sem standa nú yfir á gluggum suðurhliðar kirkjunnar. Hluti glugganna hafa þegar verið teknir niður og sendir til viðgerða til Oidtmann […]

Leiðsögn | GERÐUResque

Gabriella Panarelli og Jóhanna Margrétardóttir, meistaranemendur í myndlist við LHÍ verða með leiðsögn laugardaginn 29. maí kl. 13.

Sumarbræðingur I 25. júní

Gerðarsafn mun iða af lífi fimmtudagskvöldið 25. júní, en þá verður Sumarbræðingur Menningarhúsanna í Kópavogi haldinn í annað sinn. Bræðingurinn hefst með jazztónleikum í Salnum kl. 17.00 og verður fylgt eftir með líflegri dagskrá í Gerðarsafni sem verður opið til kl. 21.00 ásamt veitingastaðnum Pure Deli.

Fyrirlestur með Didier Semin

Á föstudaginn 4. maí kl. 17:00 mun Didier Semin flytja fyrirlestur sinn: Visual Tricks. Modern Art, Military Camouflage and Animal Mimicry í Gerðarsafni – Listasafni Kópavogs. Eitt sinn var Gertrud Stein á göngu með Picasso í París á tímum fyrri heimstyrjaldarinnar. Þau rákust þar á herskip í felulitum sem var á leið sinni að framvarðarlínunni. […]

Sýningarstjóraspjall | Menning á miðvikudögum

Brynja Sveinsdóttir, sýningarstjóri, leiðir gesti um sýninguna Afrit. Á sýningunni Afrit eru verk sjö samtímalistamanna sem ögra hugmyndum okkar um ljósmyndir sem glugga að raunveruleikanum. Sýningin er í senn könnun á óljósu eðli ljósmyndarinnar og leikur með möguleika miðilsins þar sem látið er reyna á þolmörk hans. Sýningin Afrit er hluti af Ljósmyndahátíð Íslands 2020.

Sumarspírur | Listasmiðjur

Menningarhúsin í Kópavogi bjóða upp á listasmiðjur í sumar fyrir börn á grunnskólaaldri. Smiðjurnar hefjast þann 28. júní, eru ókeypis og verða alla þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga, milli 13.00 og 15.00, með fyrirvara um breytingar. Nánari upplýsingar verða birtar vikulega á facebook hópi sumarspíranna (sem er undir sama nafni) og í Kópavogspóstinum. Leikið verður með […]

GDPR Cookie Consent with Real Cookie Banner