Opið í dag

12:00-18:00

Útlína I Opnunarviðburður

Velkomin á opnunarviðburð sýningarinnar Útlína með verkum, skissum og rannsóknarefni tíu nútíma- og samtímalistamanna úr safneign Gerðarsafns. Sýningarstjórarnir Brynja Sveinsdóttir og Hrafnhildur Gissurardóttir bjóða gestum í spjall um sýninguna og verður teiknileikur í boði fyrir yngstu gestina, sem listamaðurinn Edda Mac mun leiða. Opnunarviðburðurinn er gestum að kostnaðarlausu og léttar veitingar í boði. Útlína er […]

Kúltúr klukkan 13 | Afrit

Gerðarsafn tekur þátt í fjölbreyttri dagskrá Menningarhúsanna í Kópavogi, sem streymt er beint heim í stofu á meðan samkomubann stendur yfir. Viðburðirnir eru sendir út í samstarfi við Stundina og verða haldnir klukkan 13 á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Miðvikudaginn 25. mars kl. 13 verður útsending frá Gerðarsafni þar sem Halla Oddný Magnúsdóttir spjallar við Einar Fal Ingólfsson […]

Leiðsögn | GERÐUR esque

Sylvía Lind Birkiland og Arnþór Ægisson verða með leiðsögn á íslensku sunnudaginn 23. maí kl. 14.

Fjölskyldustund | Endur hugsa útópískt

Listahópurinn Endurhugsa bjóða fjölskyldum til sín í gróðurhúsið Geislahvelfinguna á útisvæði Menningarhúsanna næsta laugardag kl. 13:00. Þar býðst fjölskyldum að aðstoða við ræktun ásamt því að taka þátt í samtali um leiðir til betri umhverfislausna. Hvernig getum við tekið þátt í að móta framtíðina? Hvernig vilt þú hafa heiminn? Hugmyndum er safnað saman og engin […]

17. júní í Gerðarsafni

Gerðarsafn verður opið frá kl. 10-17 á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Þar sem enn gætir takmarkana vegna Covid 19 faraldursins verður megin viðburðardagskrá safnsins utandyra en Gerðarsafn tekur þátt í skemmtilegum sumarleik Menningarhúsanna sem nefnist Söfnum sumri.

Leirmótun og náttúran | Fjölskyldustund

Verið velkomin í Fjölskyldustund laugardaginn 12. september í Gerðarsafni. Hrönn Waltersdóttir keramiker og listgreinakennari frá listkennsludeild LHÍ leiðir tvær stuttar smiðjur þar sem unnið verður að náttúrutengdri leirmótun með íslenskum leir.

Langur fimmtudagur | Leyndardómar hamskerans

Brynja Davíðsdóttir, hamskeri, bregður ljósi á vinnuferli og aðferðir sem notaðar eru við uppstoppun dýra. Brynja nam hamskurð í Skotlandi og er margverðlaunuð í faginu. Á yfirlitssýningu Bryndísar Snæbjörnsdóttur og Mark Wilson, Óræð lönd: Samtöl í sameiginlegum víddum, sem nú stendur yfir í Gerðarsafni, má sjá fugla sem hafa verið stoppaðir upp af Brynju en […]

Sýningaropnun: Ó, hve hljótt

Sýningin Ó, hve hljótt samanstendur af völdum kvikmyndum, hljóð- og vídeóverkum eftir bæði íslenska og alþjóðlega samtímalistamenn. Þó að verkin kunni að vera af ólíkum toga, í stíl eða efnistökum, eiga þau það sammerkt að bera með sér yfirvegaða kyrrð og djúpstæða friðsæld, líkt og sýningartitillinn gefur til kynna.