Opið í dag

12:00-18:00

Cycle | gjörningar og sýningarstjóraspjall

Í tilefni listahátíðarinnar Cycle fer fram gjörningur og sýningarstjóraspjall laugardaginn 27.október í Gerðarsafni. Auk þess mun gjörningar og opnun eiga sér stað í Kópavogslaug, Bókasafni Kópavogs og Midpunkt, Hamraborg 22, sama dag.

Kvöldopnun | Alltumlykjandi

Fimmtudagskvöldið 3. september býður Gerðarsafn upp á lengdan opnunartíma eða til kl. 21.00 í tilefni af útskriftarsýningu nemenda í hönnun og arkitektúr. Á sýningunni Fjörutíu skynfæri má sjá verk eftir nemendur sem útskrifuðust úr hönnun og arkitektúr frá Listaháskóla Íslands í júní 2020.  Á neðri hæð safnsins mun Alltumlykjandi framlag nemenda í fatahönnun opna fyrir almenning fimmtudaginn 3. […]

Safnanótt á Vetrarhátíð

Lögð verður áhersla á að bjóða upp á óhefðbundna viðburði þetta kvöld og veita gestum nýja sýn á söfnin. Frítt er inn á söfnin og einnig í sérstakan Safnanæturstrætó sem gengur á milli safnanna. Dagskráin í Gerðarsafni:  18:00 – 21:00 Kvik strik teiknileikur Edda Mac, listakona og samstarfsaðili Gerðarsafns við gerð bókarinnar Kvik strik, kynnir […]

Útilistaverk I Menning á miðvikudögum

Jón Proppé listfræðingur gengur um nágrenni Menningarhúsanna og dregur fram áhrifin sem framandi menningarheimar höfðu á listsköpun Gerðar Helgadóttur. Gangan hefst í Gerðarsafni.

Líkam-leikur

Saga Sigurðardóttir, dansari og danshöfundur, leiðir smiðjuna þar sem verður lögð áhersla á hreyfingu og möguleika líkamans. Myndir, litir, tilfinningar og hljóð í verkum á sýningunni Líkamleiki verða notuð sem innblástur og verða gerðar tilraunir til að breyta líkamanum í skúlptúr. Smiðjan er ætluð grunnskólakrökkum á öllum aldri og er þátttaka gestum að kostnaðarlausu. Krökkum og fullorðnum fylgifiskum […]

Alsjáandi | Vetrarhátíð í Kópavogi

Alsjáandi – ósamþykktar skissur að altaristöflu er sýning á tillögum Gerðar Helgadóttur að altaristöflu í Kópavogskirkju. Tillögurnar vann Gerður árið 1971 en samkomulag náðist ekki um innihald þeirra og urðu þær því ekki að veruleika. Á sýningunni gefst gestum færi á að skoða skissurnar í því samhengi sem þær voru hugsaðar, inni í kirkjunni ásamt […]

Fjölskyldustund | Spíralar og mynstur

Fjölskyldustund með myndlistarmanninum Doddu Maggý með áherslu á spírala og mynstur í tengslum við sýninguna Ó, hve hljótt þar sem hún sýnir verk sitt Curlicue (spectra). Tilraunir verða gerðar með samsetningu pappírs, lita og mynstra og hentar smiðjan breiðum aldurshóp. Listakonan nýtir skjávarpa og vídeóvél og varpar vídeói af spírölum sem hafðir eru til fyrirmyndar.