Leiðsögn með Jóni B.K. Ransu

Ransu, einn af sýningarstjórum Fullt af litlu fólki, leiðir gesti um sýninguna sem stendur yfir í Gerðarsafni. Sýningarverkefnið „Fullt af litlu fólki“ skoðar hið andlega í listum. Titillinn er sóttur í efni fyrirlesturs sem austurríski mannspekingurinn Rudolf Steiner hélt árið 1922 um formmyndun mannseyrans.
17. júní

Við bjóðum gesti hjartanlega velkomna á Gerðarsafn á þjóðhátíðardaginn en frítt verður inn á safnið.
Mismunandi sjónarhorn I Menning á miðvikudögum

Jasper Bock, einn af sýningarstjórum Fullt af litlu fólki leiðir gesti um sýninguna, sem stendur nú yfir á Gerðarsafni. Í samtali mun hann hvetja gesti til að fanga mismunandi sjónarhorn sem örvar skynjun gesta og hefur áhrif á upplifun af sýningunni.
Listamannaspjall | Afrit

Listamennirnir Claudia Hausfeld og Pétur Thomsen, ásamt sýningarstjóranum Brynju Sveinsdóttur, leiða gesti um sýninguna Afrit, sunnudaginn 8. mars kl.15.
Gerður ferðalangur
Sumarbræðingur í Kópavogi

Sumarið er mætt í Menningarhúsin í Kópavogi!
Fjölskyldulistsmiðja á Jónsmessu | Langur fimmtudagur
Leiðsögn listamanna | Óræð lönd: Samtöl í sameiginlegum víddum

Óræð lönd: Samtöl í sameiginlegum víddum
Vetrarfrí I Sköpun í Stúdíói Gerðar

Í vetrarfríinu dagana 5. og 6. mars verður boðið upp á skapandi samverustundir í Stúdíói Gerðar. Börn, fjölskyldur og aðrir gestir geta gert listaverk úr spennandi efnivið, leikið með form og liti og gert stóra skúlptúra úr risakubbum safnsins.
Fjölskyldustund | Danssmiðja

Saga Sigurðardóttir, dansari og danshöfundur, leiðir danssmiðju þar sem listakrákan Iða verður höfð til fyrirmyndar. Listakrákan Iða skoðar myndlist út frá hreyfingu í listaverkum en saman munu Saga og þátttakendur kanna þessar aðferðir Iðu. Þá mun Saga kenna leiðir til þess að tjá upplifun í gegnum líkamann og hvernig hreyfing, dans og dansspuni geta orðið […]
Lokahátíð Skapandi sumarstarfa

Á lokahátíð Skapandi sumarstarfa munu sjö verk verða sýnd á Gerðarsafni. Verkin munu nýta hljómburð safnsins til þess að skapa einstaka stemmingu og mun dagskráin taka um tvo klukkutíma. Frá 17:30 til 19:30 gefst gestum færi á að ferðast um safnið og fylgjast með verkunum bæði á neðri og efri hæð.
Águstkvöld / Pod koniec sierpnia / August evening

Ágústkvöld er pólsk–íslensk tónlistar- og myndlistahátíð sem sér stað í Gerðarsafni, Midpunkt og Catalinu ásamt fleiri vel völdum stöðum við Hamraborg í Kópavogi. Tólf listamenn frá Póllandi og Íslandi taka þátt og vísar nafn sýningarinnar í titil íslenska dægurlagsins Ágústkvöld og pólska dægur lagsins Pod koniec sierpnia sem þýðir: ,,Hittumst í ágústlok“.