Þitt eigið vídeóverk | BYOB

Gerðarsafn í samvinnu við Midpunkt og Curver Thoroddsen leiða vídeóviðburð að fyrirmynd BYOB (Bring Your Own Beamer) á Safnanótt. Listamönnum, kvikmyndagerðarmönnum, listnemum og öðrum áhugasömum er boðið að taka þátt og koma með sitt eigið vídeóverk til sýningar á meðan á viðburðinum stendur. BYOB (Bring Your Own Beamer) er hugmynd að opnu sýningarverkefni sem stofnað […]
Líkamleiki | Listamannaspjall

Listamannaspjall með Eirúnu Sigurðardóttur, Unu Margréti Árnadóttur og Erni Alexander Ámundasyni í Gerðarsafni. Listamennirnir munu ræða verk sín á sýningunni Líkamleiki og vinna þau öll með gjörninga í verkum sínum. Sýningin Líkamleiki er hugleiðing um líkamann eins og hann birtist í samtímalist. Á sýningunni eru valin verk eftir listamenn sem eiga það sammerkt að vísa […]
Menning á miðvikudögum – hádegisleiðsögn

Miðvikudaginn 13. júní kl. 12:15 verður boðin hádegisleiðsögn um sýninguna Gerður: Yfirlit með Kristínu Dagmar Jóhannesdóttur, safnstjóra sem einnig sýningarstýrði sýningunni í samstarfi við Brynju Sveinsdóttur. Á sýningunni er sjónum beint að fjölbreyttum listferli og ævi Gerðar, allt frá námsárum hennar til síðustu æviára, en hún lést fyrir aldur fram aðeins 47 ára gömul. Gerður […]
Teiknismiðja I Fjölskyldustund

Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir leiðir teiknismiðju inni í sýningarsölum Gerðarsafns þar sem nú stendur yfir sýningin Útlína. Lóa er reynslumikill teiknari og kennir ýmsar teikniæfingar ásamt því að fara í gegnum æfingar sem eru hluti af sýningunni.
Fjölskyldustund | Jólamerkimiðar

Merkimiðasmiðja með listamanninum Eddu Mac þar sem kartöflustimplar verða notaðir til þess að búa til einstaka og gamaldags merkimiða fyrir jólapakkana. Smiðjan er opin öllum og er þátttaka gestum að kostnaðarlausu. Fjölskyldustundir á laugardögum eru í boði Menningarhúsanna í Kópavogi sem eru Bókasafn Kópavogs, Gerðarsafn, Náttúrufræðistofa, Salurinn og Héraðsskjalasafn.
Menning á miðvikudögum | Endur hugsa útópískt
Skoðað og skynjað I Foreldramorgnar

Ungabörnum og foreldrum þeirra er boðið í skapandi samverustund á Gerðarsafni undir yfirskriftinni Skoðað og skynjað. Listaverk og umhverfið verður skoðað með skynjunarkubbum sem birta liti, form og birtu. Snertiskynið verður einnig örvað með ólíkum áferðum og búið verður til listaverk með litaðri ull.
Opnun | Fylgið okkur og GERÐUR esque

Verið velkomin á sýningaropnanir!
Allir velkomnir

Samtal um málefni sýningarinnar „Einungis allir“ fara fram í Gerðarsafni á síðasta sýningardegi, þann 6. janúar 2019, kl. 15. Meðal þátttakenda eru myndlistarmennirnir Libia Castro & Ólafur Ólafsson og Melanie Ubaldo, Snæbjörn Brynjarsson, rithöfundur og blaðamaður og Kristín Dagmar Jóhannesdóttir, safnstjóri Gerðarsafns. Sara S. Öldudóttir, sýningarstjóri og rannsakandi Cycle-listahátíðar, leiðir umræðurnar. Sýningin Einungis allir opnar […]
Haustfrí – Tilraunir með teikningu

Myndlistarmaðurinn Arnar Ásgeirsson kynnir fjölbreyttar og óútreiknanlegar teikniæfingar sem miða að því að ýta nemendum út úr þægindaramma sínum með því markmiði að nemendur nálgist verkefnið með opnum hug og prófi sig áfram með ólíkum vinnuaðferðum. Arnar er sjálfur þaulvanur teiknari sem sem hefur gleði og leik í fyrirrúmi í nálgun sinni á teikningu og […]
Opnun | Óræð lönd: Samtöl í sameiginlegum víddum
Ljósmyndabrenglun | Fjölskyldustund

Hefur þú verið inni í myndavélinni?