Haustfrí – Tilraunir með teikningu

Myndlistarmaðurinn Arnar Ásgeirsson kynnir fjölbreyttar og óútreiknanlegar teikniæfingar sem miða að því að ýta nemendum út úr þægindaramma sínum með því markmiði að nemendur nálgist verkefnið með opnum hug og prófi sig áfram með ólíkum vinnuaðferðum. Arnar er sjálfur þaulvanur teiknari sem sem hefur gleði og leik í fyrirrúmi í nálgun sinni á teikningu og […]
Opnun | Óræð lönd: Samtöl í sameiginlegum víddum
Síðasti sýningardagur Ó, hve hljótt

Síðasti sýningardagur Ó, hve hljótt verður á sunnudaginn 31. mars. Sýningin Ó, hve hljótt samanstendur af völdum kvikmyndum, hljóð- og vídeóverkum eftir bæði íslenska og alþjóðlega samtímalistamenn. Þó að verkin kunni að vera af ólíkum toga, í stíl eða efnistökum, eiga þau það sammerkt að bera með sér yfirvegaða kyrrð og djúpstæða friðsæld, líkt og sýningartitillinn […]
Tónleikar | Lokahátíð Skapandi sumarstarfa

Fimmtudaginn 26. júlí, kl. 17:00 á neðri hæð Gerðarsafns verður boðið upp á ókeypis tónleika í tilefni lokahátíðar Skapandi sumarstarfa í Kópavogi. Tónlistarmennirnir sem fram koma eru fiðluleikararnir Ingibjörg Ásta Guðmundsdóttir og Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir sem mynda dúóið Bachelsi, klassíski gítarleikarinn Brynjar Friðriksson sem blandar saman klassískri tónlist og popptónlist og Ingibjörg Steingrímsdóttir sem frumflytur […]
Bænafánasmiðja I Afmæli Barnasáttmálans

Haldið verður upp á 30 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í Kópavogi miðvikudaginn 20. nóvember. Að því tilefni verður boðið upp á bænafánasmiðju á Gerðarsafni fyrir grunnskólabörn í Kópavogi. Smiðjan er samhliða sýningunni Krakkaveldi, þar sem unnið er með óskir barna til stjórnvalda og framtíðarinnar. Notast verður við endurunnin efni og málningu og stuðst við form […]
Hrár Kjúlli í Jell-O | Sælir Kælir

Dagana 11.-14. júní mun listamannarekna farandsgalleríið Sælir Kælir taka sér bólfestu í anddyri Gerðarsafns. Í kælinum verður sýningin Hrár Kjúlli í Jell-O með verkum eftir Eyju Orradóttur & Marbendil.
Leiðsögn með meistaranemum í hönnun

Meistaranemar í hönnun frá Listaháskóla Íslands halda nú útskriftarsýningu sína í Gerðarsafni ásamt meistaranemum í myndlist.
Teikning, hlátur, tónar og tal I Fjölskyldustund

Tónlistar – og myndlistarmaðurinn Bergur Thomas fer í leiðangur með forvitna gesti um sýninguna Útlína og sýnir á leikrænan og húmorískan hátt hvernig form geta orðið að tónum og kennir aðferð þar sem hlátur verður að leið til að hjálpa okkur að skilja myndlist. Einnig kennir Bergur gestum tungumál listaverka og aðferðir við að svara […]
Múltíkúltíkórinn | Safnanótt í Kópavogi
Fjölskyldustundir á laugardögum | Plöntuleikhússmiðja

Hvað er plöntuleikhús? Er hægt að búa til leikhús þar sem plöntur eru einu listamennirnir?
Ljósmyndabrenglun | Fjölskyldustund

Hefur þú verið inni í myndavélinni?
Leiðin að skilningstrénu

Tónheilararnir Kamilla Ingibergsdóttir og Sólbjört Guðmundsdóttir bjóða gesti velkomna á hljóðbað til heiðurs listakonunni Hilmu af Klint. Gestum verður boðið í ferðalag inn á við með aðstoð leiddrar hugleiðslu og 18 alkemíu kristalsskála. Einstakur hljóðheimur skálanna aðstoðar gesti við að tengja bæði inn á við og við listaverkin. Í huga Hilmu af Klint hafði allt anda og sál – […]