Spjall með fulltrúum ættingja | Menning á miðvikudögum

Gestum er boðið í spjall við vini og ættingja listamannanna Valgerðar Bríem, Gerðar Helgadóttur og Barböru Árnason sem allar eiga verk á sýningunni Útlínu sem stendur nú yfir í Gerðarsafni. Listakonurnar settu sinn svip á íslensku myndlistarsenuna og munu ættingjar og fulltrúar þeirra setja verkin á sýningunni í persónulegt samhengi.
Listamannaspjall | Steinunn Önnudóttir

Sunnudaginn 7. október kl. 15:00-16:00 fer fram listamannaspjall með Steinunni Önnudóttur.
Endur hugsa um galdra

Næstkomandi miðvikudagkvöld verður listhópurinn Endur hugsa með dagskrá þar sem leiðarstefið verður galdrar – í hversdagslífinu, í söguhefð, í sagnahefð – og önnur óútskýranleg, dularfull og undraverð fyrirbæri eins og nánd við náttúru, aðrar lífverur og hluti.
,,Bara drekka te“ I Te athöfn með Dawn Nilo

Just Drink Tea er róttæk tilraun til þess að fanga augnablikin, eins konar athöfn helguð skynreynslu mannfólksins. Titilinn má þýða sem „drekkið bara te“ og verkið reynir að hefja upp orðið „bara“ og láta það vísa í margbreytileika þess sem „eitthvað æðra“ en finna má í einfaldleika tilverunnar. Gestir bjóða hver öðrum te og taka […]
Ferðasögur Einars Fals ljósmyndara | Menning á miðvikudögum

Einar Falur Ingólfsson ljósmyndari segir ferðasögur sínar í hádegisspjalli í tengslum við sýninguna Afrit. Einar Falur hefur lengi unnið sem blaðamaður á Morgunblaðinu en einnig sinnt listgrein sinni, ljósmyndun, með margvíslegum hætti. Hann hefur haldið margar sýningar á verkum sínum, hérlendis og erlendis, verið sýningarstjóri að ljósmyndasýningum, ritstýrt eða komið að gerð ljósmyndabóka, sjálfur skrifað bækur, […]
Að ná í ljósið I Fjölskyldustund

Kolasmiðja með Guðrúnu Veru Hjartardóttir og Sigrúnu Halldóru Gunnarsdóttur þar sem ýmsar tilraunir verða gerðar með kol og hnoðleður til að dýpka tilfinninguna fyrir ljósi og skugga.
Kúltúr klukkan 13 | GerðarStundin

Gerðarsafn tekur þátt í fjölbreyttri dagskrá Menningarhúsanna í Kópavogi, sem streymt er heim í stofu á meðan samkomubann stendur yfir. Viðburðirnir eru sendir út í samstarfi við Stundina klukkan 13 á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum.
Aðventuhátíð Menningarhúsanna

Hin árlega aðventuhátíð fer fram í og við Menningarhúsin í Kópavogi næstkomandi laugardag þann fyrsta í aðventu. Á útisvæði verður aðventumarkaður, jólatré og skemmtun á sviði.
Listamannaspjall | SKÚLPTÚR/SKÚLPTÚR

Sunnudaginn 26. ágúst kl. 15:00-16:00 fer fram listamannaspjall með Jóhönnu Kristbjörgu Sigurðardóttur.
Opnun útskriftarsýningar

Laugardaginn 28. apríl verður opnuð útskriftarsýning meistaranema í hönnun og myndlist frá Listaháskóla Íslands í Gerðarsafni, Kópavogi. Á sýningunni má sjá afrakstur tveggja ára háskólanáms á meistarastigi þar sem hönnuðir og myndlistarmenn hafa fengið tækifæri til að þróa og styrkja rannsóknir sínar á viðkomandi fagsviðum. Áhersla er lögð á skapandi og greinandi hugsun sem nýtist […]
Fjölskyldustund | Vídeósmiðja

Listakonan Ásdís Sif Gunnarsdóttir kennir grunnþætti vídeógerðar í tengslum við sýninguna Ó, hve hljótt. Í upphafi smiðjunnar eru nokkur vel valin vídeóverk skoðuð og út frá þeim verða unnin vídeóverkefni sem allir geta spreytt sig á. Einnig verður notast við texta og teikningar og skemmtileg atburðarrás mun eiga sér stað!
Slaka & skapa

Eldri borgurum er boðið á viðburðinn Slaka & Skapa með Thelmu Björk Jónsdóttir sem fer fram í Gerðarsafni listasafni Kópavogs. Skoðuð verða tengslin milli hugleiðslu og handverks í gegnum teygjur og öndunar- og slökunaræfingar sem Thelma hefur þróað. Áhugasömum er boðið að halda hugleiðslu áfram með því að taka þátt í handverksvinnu á borð við […]