Opið í dag

12:00-18:00

Myndlist og náttúra II

23.09.2024

Gerðarsafn og Náttúrufræðistofa Kópavogs hlutu öndvegisstyrk frá Safnasjóði til að vinna verkefnið Myndlist og náttúra. Í haust og vetur vinna söfnin að öðrum fasa verkefnisins með fyrstu bekkjum í grunnskólum Kópavogs undir heitinu Sex ára safnarar.

Sex ára safnarar fá tækifæri til að skoða hvernig náttúran er sýnd og skrásett í Náttúrufræðistofu. Þau rannsaka mismunandi gerðir steina, flokka þá eftir kerfum sem þau búa sjálf til og skrá með aðstoð safnkennara.

Síðan fara þau út í nærumhverfi safnanna ásamt myndlistarkennara og læra teikniaðferðina „frottage“, þar sem þau nota blað og blýant til að kalla fram áferð ýmissa hluta, skrásetja og skapa úr þessu eigið listaverk.