Sunnudagurinn 10. ágúst er síðasti dagur sýninga Guðrúnar Bergsdóttur og Barböru Árnason í Gerðarsafni. Þann dag verður sýningarstjóri á sýningu Guðrúnar, Hildigunnur Birgisdóttir myndlistarmaður, með leiðsögn um sýninguna kl. 15:00. Einnig verður listsmiðja fyrir börn á neðri hæð safnsins frá kl. 13:00 -15:00 og öll börn og fjölskyldur þeirra eru velkomin. Gerðarsafn er opið 12:00 -18:00 alla daga.
Hlökkum til að sjá ykkur!