Opið í dag

12:00-18:00

Gjörningastund

14.04.2018
15:00
Gjörningastund fyrir alla aldurshópa í Gerðarsafni. Myndlistarmennirnir Una Margrét Árnadóttir og Örn Alexander Ámundason skoða gjörningaformið í gegnum tilraunir tengdar verkum á sýningunni Líkamleiki þar sem kex og nuddbekkur koma við sögu. Gjörningastundin markar síðustu helgi sýningarinnar Líkamleika, sem er hugleiðing um líkamann eins og hann birtist í samtímalist. Á sýningunni eru valin verk eftir átján listamenn sem eiga það sammerkt að vísa í líkamann og líkamleika af ýmsu tagi. Viðburðurinn er opinn öllum og er þátttaka gestum að kostnaðarlausu.
GDPR Cookie Consent with Real Cookie Banner