Opið í dag

12:00-18:00

Listamannaspjall | Afrit

08.03.2020
15:00
Listamennirnir Claudia Hausfeld og Pétur Thomsen, ásamt sýningarstjóranum Brynju Sveinsdóttur, leiða gesti um sýninguna Afrit, sunnudaginn 8. mars kl.15. Á sýningunni Afrit eru verk sjö samtímalistamanna sem ögra hugmyndum okkar um ljósmyndir sem glugga að raunveruleikanum. Sýningin er í senn könnun á óljósu eðli ljósmyndarinnar og leikur með möguleika miðilsins þar sem látið er reyna á þolmörk hans. Verkin á sýningunni minna á að ljósmynd er afritun og endurtekning á því sem hún birtir. Afritunin sjálf verður að umfjöllunarefni listamannanna með vísun í það að ljósmyndir eru augnablik sem hafa verið fryst, afrituð og varðveitt. Listamenn: Anna Júlía Friðbjörnsdóttir, Bjarki Bragason, Claudia Hausfeld, Hallgerður Hallgrímsdóttir, Katrín Elvarsdóttir, Pétur Thomsen og Þórdís Jóhannesdóttir. Sýningarstjóri: Brynja Sveinsdóttir. Sýningin er hluti af Ljósmyndahátíð Íslands 2020.
GDPR Cookie Consent with Real Cookie Banner