Opið í dag

12:00-18:00

Kúltúr klukkan 13 | GerðarStundin

24.04.2020
13:00
Gerðarsafn tekur þátt í fjölbreyttri dagskrá Menningarhúsanna í Kópavogi, sem streymt er heim í stofu á meðan samkomubann stendur yfir. Viðburðirnir eru sendir út í samstarfi við Stundina klukkan 13 á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Föstudaginn 24. apríl verður þriðja GerðarStundin send út frá Gerðarsafni þar sem myndlistarmennirnir Bergur Thomas Anderson, Logi Leó Gunnarsson og Una Margrét Árnadóttir leiða skapandi fjölskyldusmiðju í Stúdíói Gerðar. Þau koma með skemmtilegar hugmyndir sem börn og fullorðnir geta búið til úr einföldum og aðgengilegum efnivið heima hjá sér. Í þessum þriðja þætti verður áhorfendum kennt að búa til mósaíkverk úr ýmsum matvælum og litrík hljóðfæri úr ýmsum ílátum, blöðrum og teygjum.  Leyfið okkur að sjá ykkar listaverk – takið mynd og deilið á samfélagsmiðlum með merkinu #gerdarstundin Njótum samverustunda með börnunum og sköpum saman!
GDPR Cookie Consent with Real Cookie Banner