Starkaður Sigurðarson sýningarstjóri Við getum talað saman og listamennirnir Nayab Ikram og Una Björg Magnúsdóttir, leiða spjallið. Listamennirnir eiga báðar verk á samsýningunni sem er afurð samstarfsverkefnisins Platform GÁTT, verkefni fimm stórra þverfaglegra listahátíða og stofnana á Norðurlöndum sem hefur verið starfrækt frá árinu 2019.
Þurfum við að velta því fyrir okkur hvað Norðurlöndin þýða? Hvað Skandinavía þýðir? Þegar við sameinumst undir formerkjum slíkrar hugmyndar sjáum við að við erum bæði líkari og ólíkari en við töldum. Við deilum mörgu en ekki öðru. Við sjáum líka að hugmyndin er búin til – að við búum hana til. Hér sýnir ungt listafólk frá þessum norðurslóðum verk búin til í okkar síbreytilega, ósamstæða, samstæða veruleika.