Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin laugardaginn 26.nóvember en við það tilefni verða ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin tendruð.
Kynnir á jólatrésskemmtun er Salka Sól. Jólasveinar bregða sér í bæinn og dansa í kringum jólatréð. Skólahljómsveit Kópavogs og Kór Hörðuvallaskóla flytja jólatónlist frá klukkan 15:45 en ljósin á jólatrénu verða tendruð í kringum kl. 16.
Frá klukkan 13 verður boðið upp á fjölbreytta jóladagskrá fyrir alla fjölskylduna á Bókasafni Kópavogs, Gerðarsafni, Náttúrufræðistofu og Salnum. Jólasmiðjur, jólamarkaður, lifandi tónlist og notaleg aðventustemning en ókeypis er á alla viðburði í tilefni dagsins.
Tónlistaratriði í flutningi Barnakórs Smáraskóla, Flautukórs frá Tónlistarskólanum í Kópavogi,
Nánari dagskrá:
15:45-17:00 á útisvæði menningarhúsanna
13:00 – 16:00 á Bókasafni Kópavogs
13:00 – 16:00 í Gerðarsafni
13:00 – 16:00 í Náttúrufræðistofu Kópavogs
13:30, 14:30 og 15:30 í Náttúrufræðistofu Kópavogs og Bókasafni Kópavogs í Huldustofu á þriðju hæð
13:00-16:00 í fordyri Salarins
Ókeypis er á alla viðburði í tilefni dagsins.