Opið í dag

12:00-18:00

Leiðsögn | Venjulegir staðir/Venjulegar myndir | Einar Garibaldi

23.03.2024
14:00

Einar Garibaldi Eiríksson verður með leiðsögn um sýninguna Venjulegir staðir/Venjulegar myndir laugardaginn 23. mars kl. 14:00 í Gerðarsafni. Öll eru hjartanlega velkomin.

Ljósmyndin er magnað fyrirbæri. Svo ótrúlega flöt, bara doppur á blaði eða skjá. Föst í annarri víddinni, þar sem bæði töfra hennar og takmarkanir er að finna. Samt vekur hún upp tilfinningu fyrir rými og efni. Við skynjum myndina, trúum á hana. Þó er enginn sannleikur í myndinni nema sá sem verður til í hugskoti áhorfandans. Upphafið að sýningunni liggur í ljósmyndinni sem er könnuð í gegnum verk í öðrum miðlum. Líkt og ljósmyndin hafi teygt sig of langt upp úr flatneskjunni og umbreyst í eitthvað annað.  

Hér eru ljósmyndir Ívars Brynjólfssonar í samtali við verk Emmu Heiðarsdóttur, Haraldar Jónssonar, Joe Keys, Kristínar Sigurðardóttur, Lukasar Kindermann, Ragnheiðar Gestsdóttur og Tine Bek; myndlist sem sprettur úr skynjun mannverunnar á umhverfi sínu. Listamennirnir eiga það sameiginlegt að veita hversdeginum ýtrustu athygli og beygja venjuleikann, oft með því einu að benda á hann. Verkin bera vitni um hversdaginn sem listamaðurinn hefur hoggið lítil brot úr og fyllt vasa sína til að geta sýnt okkur gersemarnar.

GDPR Cookie Consent with Real Cookie Banner