Opið í dag

12:00-18:00

Heimur fyrir litla hetju og DJ Sunna Ben

BARNAMENNINGARHÁTÍÐ Í KÓPAVOGI 2025
11.05.2025
15:00
–17:00

Heimur fyrir litla hetju

Dýrfinna Benita Basalan og Sadie Cook verða með listsmiðju í Gerðarsafni á Barnamenningarhátíð í Kópavogi. Hvert barn fær lítinn pappakassa og býr til lítið hús, eða felustað fyrir ímyndaða útgáfu af sjálfu sér — hvort sem það er ofurhetja, riddari, dýr eða eitthvað allt annað!
Markmiðið er að örva sköpunargleði og sjálfstjáningu, þar sem börnin fá tækifæri til að dreyma stórt og byggja sinn eigin töfraheim. Smiðjan hentar vel fyrir börn frá 4 ára aldri. Aðgangur er ókeypis.

DJ Sunna Ben þeytir skífum og heldur uppi stuðinu í Gerðarsafni.

Verið öll hjartanlega velkomin!

GDPR Cookie Consent with Real Cookie Banner