Opið í dag

12:00-18:00

Unnar Örn | Tíðarandi – Kringumstæður

MENNING Á MIÐVIKUDÖGUM
14.01.2026
12:15
–13:00

Unnar Örn Jónasson Auðarson myndlistarmaður býður gestum að fara með sér í ferðalag til ársins 1999, þar sem skil aldamótanna eru skoðuð í samhengi við samtímann. Tækifæri gefst til að líta til baka og skoða hugmyndafræðilegilega strauma og stefnur þessa tíma – sem og aðstæður, tækifæri og veruleika listamanna. Þetta endurlit er skoðað í samhengi við væntingar, óvissu og hugmynd um þá framtíð sem birtist listnemum í byrjun aldarinnar – en margar þeirra hugmynda enduróma í okkar veruleika fram á þennan dag.

Viðburðurinn er í tengslum við sýninguna Skúlptúr skúlptúr performans sem nú stendur í Gerðarsafni.