Opið í dag

12:00-18:00

Georg Guðni

Ferningsskjaldbreiður

1987
Efni Safneign
Stærð  80 x 80 cm

Hinn virti listmálari Georg Guðni Hauksson (1961-2011) er þekktastur fyrir mögnuðu landslagsverk sín, sem vakið hafa mikla athygli á Íslandi og alþjóðlega. Listamaðurinn lést aðeins 50 ára gamall, langt fyrir aldur fram. Verk eftir Georg Guðna eru í eigu fjölda safna erlendis. Árið 1988 keypti Lista- og menningarsjóður Kópavogsbæjar málverkið Ferningsskjaldbreið og hefur það tilheyrt safneign Gerðarsafns síðan 1994.

Georg Guðni stundaði nám við Myndlista- og handíðaskólann og fór síðan í framhaldsnám við Jan Van Eyck Aca¬demie í Ma¬astricht í Hollandi. Óhætt er að segja að hann hafi í verkum sínum náð á stórfenglegan hátt að lýsa íslenskri náttúru, fjöllunum og veðráttunni á Íslandi. Verk hans eru fáguð einföldun á náttúrunni, spennuþrungin og birtast áhorfandanum full af alvarleika oft á tíðum. Georg Guðni sagði sjálfur eitt sinn um landslagsmyndir sínar: „Það þarf að ná himninum niður á jörðina, ofan í dalina og fylla hverja glufu. Það þarf að fylla hverja glufu með himni.“ Það má segja að Georg Guðni hafi opnað á nýjar víddir þegar kemur að landslagsverkum borið saman við það sem áður hafi þekkst.

GDPR Cookie Consent with Real Cookie Banner