Opið í dag

12:00-18:00

Valgerður Briem

Híróshíma og Nagasaki

Efni Safneign
Stærð  65 x 53,5 cm

Verkið „Híróshíma og Nagasaki” er afar líflegt og kröftugt þar sem sterkir litir fá að njóta sín. Í verkinu notar Valgerður olíukrít. Sterkt hugmyndaflug listakonunnar er áberandi þegar litið er yfir teikningasafn Valgerðar, sem Gerðarsafn fékk að gjöf árið 2009. „Híróshíma og Nagasaki” er m.a. áhugavert þegar horft er til þeirrar merkingar og hugsunar sem Valgerður setti í verkið.

Það leynast ákveðin líkindi í þessu verki með öðrum verkum Valgerðar, eins og t.d. í teikningu hennar sem fylgir hér með, þar er myndbyggingin svipuð. Valgerður (1914-2002) skapaði mikið af plöntu- og blómamyndum á myndlistarferli sínum og er svarta teikningin hér dæmi um það. Þar má sjá stilka með laufblöðum sem renna saman hvert ofan í annað. Ef rýnt er í verk Valgerðar „Híróshíma og Nagasaki” getur maður séð stilka, laufblöð og blóm og mætti því túlka verkið þannig að þetta væru blóm sem hafa loksins náð að vaxa eftir kjarnorkuárásirnar.  Valgerður Briem var myndlistarkennari og sinnti hún starfi sínu af miklum áhuga og eljusemi. Hún var dugleg að hvetja nemendur sína áfram og til þess að „vinna að alvöru.” Samhliða kennslunni sinnti Valgerður listsköpun sinni að krafti.

GDPR Cookie Consent with Real Cookie Banner