Opið í dag

12:00-18:00

Magnús Á. Árnason

Maðurinn og heimurinn

1929
Efni Safneign
Stærð  27 cm á hæð

Verkið Maðurinn og heimurinn eftir hinn fjölhæfa Magnús Á. Árnason (1894-1980) er lítill skúlptúr úr gifsi og er hann aðeins 27 cm að hæð. Skúlptúrinn er opinn til túlkunar og getur vakið upp heimspekilegar vangaveltur og spurningar hjá áhorfandanum.

Ein leið til að túlka þetta verk væri svo að maðurinn virðist eiga erfitt með að upplifa sjálfan sig sem hluta af alheiminum eða alheimsorkunni. Er maðurinn yfir náttúruna hafinn? Eða er maðurinn hluti af náttúrunni? Mögulega á verk Magnúsar að vekja okkur til umhugsunar um mikilvægi þess að mannkynið hugsi vel um jörðina. Það er því lengi vel hægt að velta steinum um þetta áhrifamikla og fágaða verk listamannsins.

Magnús fór til Kaupmannahafnar í nám árið 1912 og hófst listferill hans þá. Hann ætlaði sér að verða portrett málari í upphafi listferils síns, en byrjaði síðan að mála landslagsmyndir með vatnslitum þegar systurdóttir hans dó, en hún hafði verið hans helsta fyrirsæta. Magnús dvaldi í Bandaríkjunum í rúm 12 ár og stundaði meðal annars nám þar. Hann giftist listakonunni Barböru Moray Williams Árnason og hlotnaðist Gerðarsafni sá heiður að eignast mikið af verkum eftir þau hjónin. Í grein frá 1920 segir Magnús “Listamenn eru hugsjónarmenn, ekki síður en aðrir andans frömuðir. Hvað er þá eðlilegra en þeir setji hugmyndir sínar fram í listaverkum?”.

GDPR Cookie Consent with Real Cookie Banner