Opið í dag

12:00-18:00

Magnús Á. Árnason

Skógarmynd

1962
Efni Safneign
Stærð  45 x 60cm

Listamaðurinn Magnús Á. Árnason (1894 -1980) var myndlistarmaður, tónskáld og rithöfundur. Aðallega er Magnús þekktur fyrir málaralist, teikningu og höggmyndalist en hann myndskreytti einnig bækur, þýddi heimsbókmenntir og setti fram hugleiðingar um andleg málefni. Málverkið Skógarmynd er frá árinu 1962 og kom það inn í safneignina 1983. Skógarmynd er 45 x 60 cm að stærð og sýnir hún erlendan skóg. Magnús var mikill náttúruunnandi og málaði hann mikið af landslags verkum.

„Yndi hans af náttúruskoðun var svo samtvinnað málverkinu, að þar fór ætíð eitt með öðru. Að ferðast var honum sama og að mála; að mála var honum sama og að njóta þeirra staða sem hrifnæmur hugur hans dróst að. Að þessu leyti ríkti fyllsta samræmi milli mannsins og málverka hans” skrifar Björn Th. Björnsson um Magnús.

Magnús fór til Kaupmannahafnar í nám árið 1912 og hófst listferill hans þá. Hann ætlaði sér að verða portrett málari í upphafi listferils síns, en byrjaði síðan að mála landslagsmyndir með vatnslitum þegar systurdóttir hans dó, en hún hafði verið hans helsta fyrirsæta. Magnús dvaldi í Bandaríkjunum í rúm 12 ár og stundaði meðal annars nám þar. Hann giftist listakonunni Barböru Moray Williams Árnason og hlotnaðist Gerðarsafni sá heiður að eignast mikið af verkum eftir þau hjónin.

GDPR Cookie Consent with Real Cookie Banner