Opið í dag

12:00-18:00

Barbara Árnason

The Lacemaker

1936
Efni Safneign
Stærð  40,5 x 28 cm

Í þessu grafíkverki sjáum við konu og mann sitjandi í náttúrunni og ríkir mikil ró yfir verkinu. Maðurinn er niðurlútur og með stóran hatt sem hylur andlit hans. Konan hins vegar er önnum kafin við að gera blúndur með sérstakri tækni. Hún notast við blóma og plöntuhafið í kringum þau til þess að gera blúndurnar. Samspil ljóss og skugga er afar vel útfært. Verkið er frá árinu 1936 en kom það inn í safneign árið 1983.

Listakonan Barbara Árnason kom fyrst til Íslands árið 1936, en hún fæddist í Suður-Englandi. Barbara bjó í Reykjavík fyrstu árin eftir komuna til Íslands með eiginmanni sínum og listamanninum Magnúsi Á. Árnasyni, en þau fluttust síðan í Kópavoginn árið 1959. Árið 2011 var opnuð yfirlitssýning á verkum Barböru í Gerðarsafni og voru hinar nákvæmu tréstungur hennar þar meðal annars til sýnis. Barbara var mikill brautryðjandi í þrykklist hér á landi og má segja að hún hafi átt stóran þátt í að leggja grunn að íslenskri svartlist. Hún fór ávallt sínar eigin leiðir og aðhylltist ekki ákveðna listastefnu. Á sumrin fór Barbara í ferðalög um landið í leit að innblæstri fyrir myndefni. Óhætt er að segja að það er Gerðarsafni mikils virði að eiga jafn stóran hluta af verkum Barböru og raun ber vitni.

GDPR Cookie Consent with Real Cookie Banner