Opið í dag

12:00-18:00

Melanie Ubaldo

Þú getur alveg gert þetta

2021
Efni Safneign
Stærð  ´2 x 2 x 4m

Verkið „Þú getur alveg gert þetta” eftir listakonuna Melanie Ubaldo kom inn í safneign Gerðarsafns eftir að verkið hafði verið á sýningunni „Við getum talað saman” sem var opnuð í júní 2022 á safninu. Sýningin var afurð samstarfsverkefnisins Platform GÁTT, verkefni fimm stórra þverfaglegra listahátíða og stofnana á Norðurlöndum.

Textílverkið er 2 x 2 x 4m að stærð og hefur Melanie saumað saman efnisbúta sem mynda eins konar helli eða lítið hús þegar búið er að strengja verkið upp. Textíllinn í verkinu er frá látinni ömmu Melanie, Berthu. Verk Melanie eru áhrifarík og gjarnan sjálfsævisöguleg. Þau eru pólitísk og oftar en ekki stór í sniðum.

Melanie fæddist árið 1992 á Filippseyjum en hún býr og starfar í Reykjavík. Hún er hluti af listamannaþríeykinu Lucky 3 sem hlaut hvatningarverðlaun Íslensku myndlistarverðlaunanna árið 2022. „Það er gott að fá hvatningu þegar maður er að gera hlutlæg verk og fá viðurkenningu fyrir það. Maður er auðmjúkur á sama tíma og verðlaunin ýta undir sjálfstraustið. Þú veist að þú getur haldið áfram að gera það sem þú ert að vinna að” sagði Melanie í viðtali við Eyjafréttir árið 2022.

Melanie útskrifaðist með meistaragráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2022. Hún hefur tekið þátt í mörgum samsýningum og hefur einnig haldið einkasýningar m.a. á Listasafni Akureyrar og í Ásmundarsal.

GDPR Cookie Consent with Real Cookie Banner