Opið í dag

12:00-18:00

Sigurður Árni Sigurðsson

Uppstilling II Nature morte

1995
Efni Safneign
Stærð  114 x 162 cm

Í verkum Sigurðar eru kúlur eða hringlaga form og skuggar þeirra sem spila stórt hlutverk. Í ákveðnum verkum eftir Sigurð eru þessar kúlur sameindir sem mynda gjarnan eins konar mengi. Það mætti segja að vísindaleg nákvæmni einkenni verk Sigurðar og ákveðin sjónræn blekking. Blekkingin tengist því að áhorfenda gæti reynst erfitt að meta hvað sé fyrir ofan og neðan, framan og aftan í verkum Sigurðar. Þetta verk nefnist Uppstilling II Nature morte og er það frá árinu 1995. Það er 114 x 162 cm að stærð og er málað með olíu á striga.

Myndlistarmaðurinn Sigurður Árni Sigurðsson er fæddur árið 1963 á Akureyri. Hann stundaði nám við Myndlistarskólann á Akureyri á árunum 1983-84 og lá svo leiðin í Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Eftir það fór Sigurður í nám til Frakklands í Ecole Nationale d´Art de Cergy í Pontoise og einnig í Institut des Hautes Études en Arts Plastiques í París. Listamaðurinn hefur verið búsettur og starfandi í Reykjavík og Frakklandi. Listrænn ferill Sigurðar er virkilega yfirgripsmikill. Hann hefur sýnt verk sín á fjölda einkasýninga og á samsýningum hér á landi og erlendis. Verk Sigurðar eru m.a. í eigu Listasafns Íslands, Listasafns Reykjavíkur og Landsbankans.

GDPR Cookie Consent with Real Cookie Banner