Opið í dag

12:00-18:00

Valgerður Briem

Verk úr myndröðinni Landlit

Stærð  57 x 88,5 cm


Verkið er hluti af myndröð abstrakt teikninga sem nefnist Landlit (1967-70) og er verkið 57 x 88,5 cm að stærð. Myndröðin er unnin með blandaðri tækni og endurspeglar hún margbreytileika náttúrunnar. Í verkinu má skynja útlínur fyrir hrauni og er nánast eins um loftmynd sé að ræða.

Verk Valgerðar voru sýnd ásamt verkum dóttur hennar Valgerðar Bergsdóttur árið 2006 í Gerðarsafni og voru þar verk úr myndröðinni Landlit til sýnis.

„Hún bar ómælda virðingu fyrir sköpunarverkinu og manneskjunni, mynd- og hljóðheimi henanr og taldi alla hafa eiginleika til persónulegrar sköpunar; hjálpa ætti hverju barni snemma í skólastarfi að þróa sinn eigin tjáningarmáta en að hér á landi hæfist það ferli alltof seint” skrifar Kristín Þorkelsdóttir, fyrrum nemandi Valgerðar í Morgunblaðið árið 2006.

Listakonan og myndlistarkennarinn Valgerður Briem (1914-2002) nam myndlist í Svíþjóð á árunum 1945-1947. Hún kenndi við myndlista- og handíðaskólann og Austurbæjarskóla. Ásamt því að kenna sinnti Valgerður list sinni að kappi og skapaði hún m.a. ótal teikningar og vatnslitamyndir. Verk hennar urðu aldrei mjög þekkt meðal almennings.

GDPR Cookie Consent with Real Cookie Banner