Open today

12:00-18:00

Bragi Ásgeirsson

Ljósbrot í fjallasal

Material Collection property
Size  935 x 126 cm

Verkið „Ljósbrot í fjallasal” er málað með olíu á masónít og er 935 x 126 cm að stærð. Ljósbrot í fjallasal er abstrakt verk þar sem djúpur blár litur yfirtekur verkið og mætti túlka gula litinn sem ljósbrotið.

Bragi Ásgeirsson (1931-2016) var margt til listanna lagt. Ásamt því að vera myndlistarmaður var hann einnig myndlistarkennari, listrýnir og greinahöfundur. Bragi Ásgeirsson stundaði listnám víða, á Íslandi, í Kaupmannahöfn, Osló, München, Róm og Flórens. Hann var einn af stærri nöfnum hér á landi og hefur listsköpun hans haldist á lofti eftir fráfall hans árið 2016.

Hann var brautryðjandi í grafíkkennslu hér á landi. 17.júní árið 2001 fékk Bragi fálkaorðuna fyrir framlag sitt til íslenskrar menningar. Bragi var afar fjölhæfur listamaður, hann málaði abstrakt til þess að byrja með, fór svo yfir í grafíkina og prufaði síðar fleiri stíla. Listamenn eins og Modigliani, Picasso og Matisse höfðu sterk áhrif á listsköpun Braga.

„Það er ekkert til sem heitir að setjast í helgan stein hjá okkur listamönnunum” sagði Bragi í viðtali við Fréttablaðið árið 2011.

GDPR Cookie Consent with Real Cookie Banner