Open today

12:00-18:00

Magnús Á. Árnason

Blómamynd

1961
Material Collection property
Size  40 x 35,5 cm

„List er hvorki líf né náttúra, heldur tákn um líf og náttúru.” Magnús Á. Árnason.

Listamaðurinn Magnús Á. Árnason (1894 -1980) var margt til lista lagt, hann var myndlistarmaður, tónskáld og rithöfundur. Magnús var mikill náttúruunnandi og málaði hann mikið af landslagsverkum. Hann fór til Kaupmannahafnar í nám árið 1912 og hófst listferill hans þá. Magnús ætlaði sér að verða portrett málari í upphafi listferils síns, en byrjaði síðan að mála landslagsmyndir með vatnslitum þegar systurdóttir hans dó, en hún hafði verið hans helsta fyrirsæta. Magnús dvaldi í Bandaríkjunum í rúm 12 ár og stundaði meðal annars nám þar. Hann giftist listakonunni Barböru Moray Williams Árnason og hlotnaðist Gerðarsafni sá heiður að eignast mikið af verkum eftir þau hjónin.

Árið 1976 sýndi Magnús Árnason verk sín á einkasýningu á Kjarvalsstöðum, bæði málverk og höggmyndir og voru öll verkin á sýningunni til sölu.

Magnús gerði þó nokkuð margar myndir af trjám, plöntum og blómum. Þessi kyrralífsmynd af blómum er frá 1961. Hún er máluð á striga og er 40 x 35,5 cm að stærð. Á myndinni eru falleg sumarblóm í körfu og spila sterkir litirnir skemmtilega saman.

Björn Th. Björnsson skrifaði eftirfarandi um Magnús: „Þeim sem aðeins kynntust tignu ljúflyndi og persónu fágun Magnúsar Á. Á Árnasonar gætu ef til vill virzt að slíkt jaðraði við skapleysi. En það var öðru nær. Þegar um var að tefla réttlát baráttumál bræðra hans og systra í listinni, þegar réttlætiskennd hans var misboðið eða sjálfstæðisbaráttan nýja kvaddi upp menn, þá reis til liðs allt annar Magnús, sem skorti hvorki skoðanir né skap.”

GDPR Cookie Consent with Real Cookie Banner