Open today

12:00-18:00

Guðmunda Andrésdóttir

Án titils

1966
Material Collection property
Size  140 x 160 cm

Verkið er án titils og er frá árinu 1966, það er 140 x 160 cm að stærð. Það er málað með olíulitum á striga. Verkið kom inn í safneign Gerðarsafns árið 1972.  

Guðmunda (1922-2002) var leiðandi listamaður í íslenskri abstraktlist. Hún var einstaklega hæfileikarík myndlistarkona sem öðlast hefur mikinn virðingarsess í íslenskri listasögu en hún mætti ekki alltaf skilningi á ferlinum. Guðmunda fór til Svíþjóðar að læra auglýsingagerð en kennarar hennar þar hvöttu hana til þess að tileinka myndlistinni alla sína athygli. 

Sýning Svavars Guðnasonar í Listamannaskálanum árið 1945 var það sem vakti áhuga hjá Guðmundu á myndlist. Litavalið og hinn mikli kraftur sem hún skynjaði í myndum Svavars urðu til þess að Guðmunda ákvað að verða myndlistarkona. Guðmunda hélt því fram að listsköpun sín fæli í sér rannsókn á hreyfingu, formi og litum. Málverkið var einskonar tilraun Guðmundu til að fanga hreyfingu í fletinum. 

Það má segja að abstraktlistin hafi orðið persónulegri eftir geómetrískt tímabil Guðmundu sem varði frá árunum 1950 -1960 ca og mætti segja að það ríki meiri tilfinning í verkunum sem komu eftir það tímabil. Guðmunda fann sig vel í hinni óhlutbundnu list og sinnti henni nánast eingöngu á ferlinum. 

GDPR Cookie Consent with Real Cookie Banner