Open today

12:00-18:00

J. BK. Ransu

XGeo

2003
Material Collection property
Size  160 x 160 cm

Verkið XGeo er akrýlmálverk og er 160 x 160 cm að stærð og var það sýnt á einkasýningu listamannsins Innhverf/úthverf í Gerðarsafni árið 2004. Það er margt um að vera í verkinu og fylgir því mikið sjónrænt áreiti. Ransu nær fram tveimur ólíkum stílbrögðum í abstraktlistinni í þessu verki, action painting” sem varð þekktur stíll meðal abstrakt expressjónista og svo geometríu þar sem rúmfræðileg form njóta sín.  

XGeo er sería af verkum þar sem listamaðurinn þróar þessa tilraun og er hægt að skoða myndir af fleiri verkum á vefsíðu Ransu. Ransu hefur áhuga á að kynna sér listasöguna og sækir mikinn innblástur frá henni. 

Myndlistarmaðurinn J. BK. Ransu (f.1967) hefur verið ansi virkur þegar kemur að listinni. Ásamt því að skapa sína eigin list hefur hann tekið að sér að sýningarstýra og er einnig rithöfundur. Hann hefur komið að skrifum nokkurra bóka um myndlist og var hann einnig myndlistargagnrýnandi hjá Morgunblaðinu frá árunum 2002-2010. J. BK. Ransu lagði stund á kennslu í Listaháskóla Íslands og er nú deildarstjóri við Myndlistardeild í Myndlistaskóla Reykjavíkur. 

Ransu hefur sýnt verk sín á mörgum samsýningum og einkasýningum. Hann hefur m.a. verið með einkasýningar á Nýlistasafninu og í Galleri Nordlys í Danmörku. 

GDPR Cookie Consent with Real Cookie Banner