Open today

12:00-18:00

Bragi Ásgeirsson

Nafnlaust verk

1984
Material Collection property
Size  64,5 x 48

„Reyndar skiptir ekki ýkja miklu máli hvort Bragi hallast að fígúrasjón eða abstraktsjón. Formfræði, myndbygging og efnistök halda á lofti sambærilegum gildum og ef það er ekki nóg þá má glöggt sjá að listamaðurinn nálgast myndflötinn sem glugga líkt og Giotto o.fl. gerðu forðum, hvort sem um abstrakt eða fígúratíft myndverk er að ræða. Málverkin eru jafnan í boxi sem rammar myndirnar inn og undirstrikar nálgun listamannsins við myndflötinn.” Þetta skrifar Jón B.K. Ransu um listsköpun Braga Ásgeirsonar, í lesbók Morgunblaðsins árið 2004.

Braga Ásgeirssyni (1931-2016) var margt til listanna lagt. Ásamt því að vera myndlistarmaður var hann einnig myndlistarkennari, listrýnir og greinahöfundur. Bragi stundaði listnám víða, á Íslandi, í Kaupmannahöfn, Osló, München, Róm og Flórens. Hann var einn af stærri nöfnum hér á landi og hefur listsköpun hans haldist á lofti eftir fráfall hans árið 2016. Hann var brautryðjandi í grafíkkennslu hér á landi. 17.júní árið 2001 fékk Bragi fálkaorðuna fyrir framlag sitt til íslenskrar menningar. Bragi var afar fjölhæfur listamaður, hann málaði abstrakt til þess að byrja með, fór svo yfir í grafíkina og prufaði síðar fleiri stíla. Listamenn eins og Modigliani, Picasso og Matisse höfðu sterk áhrif á listsköpun Braga.

Verk Braga voru til sýnis á hinum ýmsu einkasýningum, t.d. á Kjarvalsstöðum, Norræna húsinu og Listasafni Íslands. Bragi tók þátt í samsýningum um allan heim, m.a. Í Evrópu, Rússlandi, Kína, Bandaríkjunum og Japan. Hann fór snemma að taka þátt í sýningum abstrakt hópsins á 6. áratug síðustu aldar og svo á 7. áratugnum fór hann að prufa sig áfram í popplist.