Open today

12:00-18:00

Kristján Davíðsson

Abstrakt verk

1968
Material Collection property
Size  140 x 140 cm

Verkið er málað með olíulitum á striga og er 140 x 140 cm að stærð.

Kristján Davíðsson fæddist árið 1917 og lést 2013 og var hann elsti starfandi myndlistarmaður á Íslandi þegar hann lést eða á 96. aldursári. Hann lærði myndlist hjá Finni Jónssyni og Jóhanni Briem og hélt svo til Pennsylvaníu í Bandaríkjunum til frekara náms. Kristján lærði einnig í París frá 1949 -1950.

Kristján Davíðsson var brautryðjandi í abstraktlist og er listsköpun hans mikið þjóðargersemi. Hann var óneitanlega undir áhrifum frá hinum ameríska abstrakt expressjónisma. Kristján skapaði ljóðræn abstrakt verk sem tóku breytingum yfir árin. Kristján leit ekki á sig sem afkastamikinn listamann en vildi meina að hann gæti gert mikið á stuttum tíma og talar um að hafa málað flennistórar myndir á einum degi eins og hann segir í viðtali í Morgunblaðinu árið 2001.

Árið 2001 var sýning á verkum Kristjáns í i8 gallerí þar sem listamaðurinn sýndi verk sem voru heldur sparlegri í litum og pensilstrokum en fyrri verk hans en hann vildi þó ekki tala um mínimalisma í samhengi við verkin. “Menn vita ekkert fyrir hverju það hugtak stendur lengur, það hefur satt að segja allt ruglast í höndunum á mönnum” sagði Kristján í viðtali.

Hann sankaði að sér viðurkenningum á ferlinum og fékk m.a. heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu árið 1998 og var borgarlistamaður Reykjavíkur árið 2001. Listamaðurinn tók þátt í mörgum samsýningum og einkasýningum og var hann t.d. meðlimur í Septem hópnum. Kristján var með einkasýningar m.a. í Listasafni Akureyrar, á Kjarvalsstöðum og í Listasafni Íslands.

GDPR Cookie Consent with Real Cookie Banner