Open today

12:00-18:00

Guðmunda Andrésdóttir

Án titils

1975
Material Collection property
Size  95 x 85 cm

Þetta verk eftir Guðmundu (1922-2002) sem hún nefnir Án titils kom inn í safneign Gerðarsafns árið 2001. Eftir mjög sterkt geómetrískt tímabil hjá Guðmundu fór myndbyggingin í verkunum að verða mýkri og ljóðrænni. Mikil hreyfing er í verkinu og notar Guðmunda fremur hlýja liti. Sveigðu línurnar sem sjá má í verkinu einkenna mörg af verkum listakonunnar.

Guðmunda hélt alltaf ótrauð áfram þrátt fyrir mótlæti sem hún varð fyrir á ferlinum í kjölfar abstrakt geómetríunnar einna helst. Það má segja að abstraktlistin hafi orðið persónulegri eftir geómetrískt tímabil Guðmundu. Það er meiri tilfinning í verkunum sem komu eftir það tímabil. Guðmunda fann sig vel í hinni óhlutbundnu list og mætti segja að sá áhugi og neisti hafi kviknað þegar hún uppgötvar abstraktverk Svavars Guðnasonar. Hún tilheyrði Septem hópnum og tók þátt í samsýningum á vegum hópsins. Á sýningunni Gamlir meistarar sem var sýnd árið 2001 á Gerðarsafni var verkið til sýnis. Það var einnig til sýnis árið 2004 á sýningunni Ný aðföng á safninu.

GDPR Cookie Consent with Real Cookie Banner