Open today

12:00-18:00

Gerður Helgadóttir

Frumdrög að gluggum

Material Collection property

Listakonan Gerður var frumkvöðull í glerlist hér á landi. Í safneign Gerðarsafns er fjöldinn allur af frumdrögum af gluggum, teikningar og vatnslitamyndir. Hér má sjá þrjár slíkar myndir sem allar eru nafnlausar.

Á Ítalíu hjá vinkonu sinni Iriu Bernardini, uppgötvar Gerður gluggalist. Árið 1955 lærði hún tæknina við að skera glerið á Barillet verkstæðinu í París og furðar Gerður sig á hversu vel henni gengur að læra tæknina í bréfi til föður síns.

Hún gerði gluggalist fyrir margar kirkjur hér á landi og erlendis og fyrsta stóra verkefnið sem hún fékk að gera var gluggaverk fyrir kapelluna á elliheimilinu Grund í Reykjavík. Þegar Gerður var um þrítugt vann Gerður samkeppni um að gera steinda glugga fyrir Skálholtskirkju. Hún gerði 25 glugga í samstarfi við Oidtmann, þýskt glerlistaverkstæði.

Gerður Helgadóttir (1928-1975) afkastaði miklu á stuttri starfsævi. Sjálf leit hún fyrst og fremst á sig sem myndhöggvara. Eftir nám í Handíðaskólanum fór Gerður til náms í Flórens og París og hlaut þar menntun í klassískri höggmyndagerð og nútíma höggmyndalist.

GDPR Cookie Consent with Real Cookie Banner