Open today

12:00-18:00

Magnús Á. Árnason

Haustlauf í París

1952
Material Collection property
Size  65 x 50 cm

„Listin er veruleiki þar sem allir draumar rætast“ stendur í sýningarskrá um sýningu á verkum Magnúsar Á. Árnasonar frá árinu 1930. Listferill Magnúsar Á. Árnasonar (1894-1980) hófst fyrir alvöru þegar hann fór til náms í Kaupmannahöfn árið 1912. Hann ætlaði sér að verða portrett málari í upphafi listferils síns, en byrjaði síðan að mála landslagsmyndir með vatnslitum þegar systurdóttir hans dó, en hún hafði verið hans helsta fyrirsæta. Magnús dvaldi í Bandaríkjunum í rúm 12 ár og stundaði meðal annars nám þar. Viðhorf Magnúsar gagnvart listinni einkenndist af metnaði og mikilvægi þrotlausrar vinnu. Hann hélt því fram að það hefði lítið upp á sig að listamaður biði aðgerðarlaus eftir uppljómun heldur verði hún til í kjölfar mikillar vinnu. Verkið Haustlauf í París er frá 1952 og er 65x50cm að stærð. Verkið er í eins konar depilstíl (e. pointillism), stíll síðimpressjónistanna, sem fór að einkenna mörg verk Magnúsar á sjötta áratugnum og þá sérstaklega verk hans frá Frakklandi. Hann fylgdi þó ekki depilstílnum til hins ítrasta á hefðbundinn hátt.

Barbara M. Williams myndlistarkona var eiginkona Magnúsar og kynntust þau árið 1936. Stór hluti verka þeirra hjóna voru gefin Gerðarsafni af minningarsjóði Barböru og Magnúsar.

GDPR Cookie Consent with Real Cookie Banner