Open today

12:00-18:00

Barbara Árnason

Landslag

1974
Material Collection property
Size  38 x 68 cm

Verkið Landslag er málað með vatnslitum á pappír. Hér njóta sín bjartir litir og mynda landslag. Verkið er frá árinu 1974 og er það 38 x 68 cm að stærð. Á sumrin fór Barbara í ferðalög um landið í leit að innblæstri fyrir myndefni. Listsköpun Barböru var líkt og fagurt ævintýri, allt frá því að myndskreyta bækur, gera veggskreytingar og vinna með tréstungu og vatnsliti svo eitthvað sé nefnt. Stíll hennar var afar frumlegur og þroskaðist með árunum og vakti hann mikla eftirtekt. Það má segja að þær myndir sem urðu vinsælastar meðal almennings voru barnamyndir hennar og einkennast þær af mikilli næmni og tilfinningum.

Barbara Árnason kom fyrst til Íslands árið 1936, en hún fæddist í Suður-Englandi. Barbara bjó í Reykjavík fyrstu árin eftir komuna til Íslands með eiginmanni sínum og listamanninum Magnúsi Á. Árnasyni, en þau fluttust síðan í Kópavoginn árið 1959. Árið 2011 var opnuð yfirlitssýning á verkum Barböru í Gerðarsafni. Barbara var mikill brautryðjandi í þrykklist hér á landi og má segja að hún hafi átt stóran þátt í að leggja grunn að íslenskri svartlist. Hún fór ávallt sínar eigin leiðir og aðhylltist ekki ákveðna listastefnu.

GDPR Cookie Consent with Real Cookie Banner